Eftir að hafa varið mörgum dögum ævi minnar í Age Of Mythology (án þess að virðast verða neitt betri) hef ég þróað með mér leiða á þeim menningum og guðum sem boðið er þar uppá. Alltaf sama taktíkin, alltaf sömu guðirnir í sömu taktíkinni.
Ég hef því komið upp með nokkrar hugmyndir, misgóðar flestar, en hugmyndir samt sem áður að nýrri menningu.
Notast var við goðafræði er ég sjálfur setti saman. Goðafræðin er ekki alveg eins og hún birtist í þessari grein né seinni.
Annheim
Ágrip af eiginleikum menningarinnar:
Byggingar eru sterkari, mun sterkari en einnig mun dýrari og geta læknað sig.
Húsin hýsa 15 manns.
Tvær byggingar er þjálfa hermenn; venjulegir mennskir hermenn (WarAcademy) og svo stríðstól (UrthicusUniversity).
„Fortress“ kallast einfaldlega „Castle“.
Hermenn
Mjög einfalt:
„Kingsman“ er spjótamaður og bara góður gegn hestamönnum. Fæst í „WarAcademy“ byggingunni á Heroic-age.
„Elfeye“ er bogmaður góður gegn fótgönguliði. Fæst í „WarAcademy“ byggingunni á Classical-age.
„Marauder“ er mjög ódýr hestamaður, góður gegn bogmönnum, hraður en ekkert sérlega öflugur. Fæst í „WarAcademy“ byggingunni á Heroic-age.
„DwarvenMiniPult“, dvergar (kostar samt ekki favor) sem ganga um með litlar valslöngvur og eru ágætir gegn öllu, ágætir en ekki góðir. Þeir eru hægir en geta skotið langt. Ekki góðir gegn byggingum. Fæst í „UrthicusUniversity“ á Heroic-age.
„IsarRam“ er mjög stór múrbrjótur, virkilega hægur en einnig gríðarlega öflugur. Fæst í „UrthicusUniversity“ á Heroic-age.
„Trebuchet“ svolítið sem mér fannst vanta enda gerði þessi unit AOE II svo góðan. Eiginlega bara það sama og í AOE. Fæst í „UrthicusUniversity“ á Mythic-age.
„WingletMigrators“ er líkt og flugvél úr viði, skýtur örvum og er gott gegn flestum hermönnum en mjög veikt gegn örvum. Fæst í „Castle“ á Heroic-Age.
„FaldvarsFriend“. Hermanna vélmenni sem getur einnig nýst sem vinnumaður. Gott gegn bogmönnum en lélegt gegn fótgönguliðum og hægt að laga ef skemmist. Fæst í „Castle“ á Mythic-Age.
„SmallTrollRaft“ er bátur, fleki reyndar, sem er eins konar fljótandi hetja. Kostar mjög lítið og auðvelt að framleiða í stórum stíl. Gagnast mikið til þess að herja á óvina fiskiskip og verjast vatnagoðverum. Fæst í „Dock“ eða „RuksudDock“ á Classical-age.
„RoyalNavy“ stór og dýr hamarskip sem eru góð gegn siege-skipum.
Hið klassíska flutningaskip þarft vart að kynna né fiskiskip.
„FlamorPirates“ eru góð gegn hamarskipum.
„VandWrecker“ er gott gegn örvaskipum.
„VandTrecker“ er flutningskip sem getur gert árás.
Hetjur
Ég var lengi að pæla í hetjunum, og lengst af hafði ég þær meira að segja goðverur. En vitanlega yrðu þær þá alltof öflugar. Svo að ég ákvað að hafa þær bara í stíl við Egypta og Víkinga. Hetjur Annheim eru góðar gegn goðverum og einnig ákveðnum hermönnum.
„Destenied“ er hestamannhetja, góð gegn bogmönnum. Fæst í „Town Center“, „Castle“, „WarAcademy“ og Temple á Archaic-age.
„Lightelf“. Bogahetja góð gegn fótgönguliðum. Fæst í „Town Center“, „Castle“, „WarAcademy“ og Temple á Classic-age.
„TempleGuard“. Spjótahetja góð gegn hestamönnum. Fæst í „Town Center“, „Castle“, „WarAcademy“ og Temple á Heroic-age.
„Wizard“ sérhæfir sig ekki á móti neinum heldur skýtur eldi á óvinina sem springur og skaðar nálæga óvini. Fæst í „Town Center“, „Castle“, „WarAcademy“ og Temple á Mystic-age.
Vinnumenn
Vinnumennirnir eru næstum eins og hjá Grikkjum eða Egyptum, þurfa að byggja hús til þess að setja mat/við/gull í. Hinsvegar skera Annheim sig úr með því að hafa sérstakan „architect“ sem byggir hraðar, dverga sem sækja gull hraðar, „lumberjack“ sem sérhæfir sig í að sækja við og „farmer“ sem sérhæfa sig í að sækja mat. Vinnumennirnir eru ekki góðir í neinu nema því sem þeir sérhæfa sig í.
Favor
Annheim sækja favor með því að kaupa það. Köllum það fórnir, annars hljómar það nokkurn veginn eins og mútur.
50 við gefa 1 favor
50 mat gefa 3 favor
50 gull gefa 5 favor
Unit sem venjulega sér um viðskipti er fljúgandi og kallast „ErosAlbatros“. Hentar ekki til þess að kanna vegna lítils hraða og sjónar.
Ég treysti mér ekki til þess að setja árás, líf, brynju eða verð á neitt þarna.
Já, mér datt í hug að kalla þetta “expansionpack” War Of The Hidden. Vegna þess að í sögu borðunum væru þetta guðir að koma fram úr sínum földu heimum og reyna á krafta sína.