Í dag tilkynntu GameSpot að þeir munu birta grein um næstu kynslóð Command & Conquer föstudaginn 8. mars. Já, þið heyrðuð rétt. Westwood hafa verið að vinna að öðrum C&C leik (Sem styðst við nýja þrívíddarvél) í rúma 10 mánuði bak við luktar dyr, en í grein GameSpot munum við loks fá innsýn á þetta verkefni.
Og á mánudaginn 11. mars mun GameSpot svo birta nánari upplýsingar um söguþráðinn, vopnin og borðin.
Nú er bara að bíða og sjá hvað verður úr þessu öllu, en fréttatilkynninguna má finna <a href="http://chkpt.zdnet.com/chkpt/gshme.1015007991.14294.pc.img/gamespot.com/gamespot/stories/previews/0,10869,2852023,00.html">hér</a> ásamt örlitlu myndbandi sem sýnir meðal annars Tanyu, skriðdreka og einhver myndskeið frá skrifstofum Westwood, þó varla sé neitt hægt að sjá.