Það sem vantar í Red Alert 2!!!
Það sem mér hefur fundist vanta í Red Alert2 eru t.d. flamethrower gæjarnir sem voru í fyrri leiknum og að sjálfsögðu þá líka flametowers en þeir voru það allra besta sem hugsast gat til þess að drepa kalla. Einnig voru soviet unit með spy plane en hún var alveg bráðnauðsynleg til þess að fá lýst svæði yfir enemy basinu áður en maður nukaði þá t.d. Mér finnst það ómögulegt að þurfa alltaf að fórna einhverjum gæjanum til þess að sjá inn í enemy basið. Ekki má heldur gleyma þyrlunum fyrir soviet unit sem voru alveg frábærar ef að þú vissir af kalli sem væri á leiðinni til þín. Svo væri nú líka flott ef hægt væri að láta sniperinn inn í húsin og skjóta þaðan, það væri gaman að sjá eitthvað af þessu bætt í næstu betum eða einhverri viðbót við þennan leik. En að öðru leyti er þetta með bestu leikjum sem ég hef prófað og ég fæ einfaldlega ekki nóg af honum.