Ég byrjaði á því að spila england, milan, byzantium, france, hre, egypt og núna með Russia.
Einnig hef ég prófað The papal states og the Aztecs, the papal states hafa einn kost og það eru inquisitors, hægt að drepa alla með þeim.
The Aztecs voru ömurlegir bara með eina byggingu, enga agenta.
Best af þessum finnst mér hre, þeir hafa gott úrval af hermönnum og lönd í allar áttir sem hægt er að taka.
Verst finnst mér að spila orthodox þjóðir, þær eru bara leiðinlega örugglega útaf því að þær eru ekki með crusades.
Það besta er samt mongol, timurid invasion, gefur leiknum gífurlega mikið að fá þúsundir morðóðra hálvita yfir mann.
Einnig er spennandi að uppgvöta nýja heiminn og taka á Aztekunum, þeir eru fáránlega sterkir og nú fer ég alltaf með minnst 3 heri þangað.
Tónlistin er einnig nokkuð góð, kemur manni alveg í miðalda fílinginn.
Páfakosningar og það að geta látið prestinn þinn verða páfi er mjög fínt, en það skiptir svosem ekki miklu þar sem maður stjórnar ekki prestinum ef hann verður páfi, hann er ánægður með þig fyrst en getur alvel úthýst þér seinna ef þú ert ekki þægur.
Það versta eru þessir helv merchants, hvað á maður að gera við þessa bjána, þeir generata kannski mest 40-50 í hverri törn nema maður hitti á eitthvað sjaldgjæft resource þá getur það rokið uppí allt að 500. En það fer svo mikill tími í að koma þeim þangað að ég er hættur að nenna því.
Einnig er nokkuð lélegt að geta ekki breytt um faction heir, oftast er erfinginn sonur konungs og ekkert spes gaur, gott væri að geta breytt þessu eftir hentugleika.
Ég tek það fram að ég veit ekkert up bardagahluta leiksins þar sem talvan mín ræður ekki við það:(
Fínt ef einhver annar væri til í að gefa ýtarlega skýrslu um það.
Maður er bara hræddur við svona kvikindi!