Í dag, föstudag, kemur sá aukadiskur sem flestir hafa beðið eftir, Yuri's Revenge fyrir Red Alert 2…. Hér meðfylgjandi eru upplýsingar um þennan magnaða disk…
Yuri’s Revenge er umfangsmesti aukadisku í sögu Westwood fyrirtækisins. Yuri’s Revenge bætir fleiri herdeildum við her bandamanna og Sovíetmanna, nýjum “single-player” verkefnum, nýjum “multiplayer” möguleikum, nýjum verkefnum sem nokkrir geta hjálpast að við að leysa, meira en klukkustund af nýjum myndskeiðum og síðast en ekki síst, nýju liði sem er her leiddur af hinum sálræna herforingja Yuri.
Í Red Alert 2 var Yuri aðeins ein eining í her Sovíetmanna. Í aukadisknum hefur Yuri sagt skilið við Sovíetríkin og hefur ákveðið að reyna að ná heimsyfirráðum uppá eigin spýtur með því að nýta sér sálræna hæfileika sína. Leikmenn taka við stjórn sérsveitar sem ferðast aftur í tímann til að koma í veg fyrir hin illu áform Yuri.