Company of Heroes Góðann daginn góðir hálsar…..

Já, hér er kominn eitt stykki “grein” af þessum magnaða leik sem eflaust allir hafa beðið eftir

Þessi leikur er gerður af fyrirtækinu “Relic Entertainment” og THQ publishar.

Það fór ekki mikið fyrir þessum leik áður en hann kom út. Þetta var ekki leikurinn sem ALLIR biðu spenntir eftir til að spila, hann bara einhvernveginn birtist allt í einu og er að slá í gegn.

Hvað er það sem gerir “Company of Heroes” heppnaðan?

Þetta er RTS leikur, þ.e.a.s Real-Time-Strategy sem allir ættu nú að kannast við og gerist hann á seinni heimstyrjöldinni. Andrúmsloft leiksins er ólýsanlegt, maður getur auðveldlega sett sig inní leikinn út af gervigreind AI í þessum leik. Unitarnir eru ekki bara að hakka og slahsa hvorn annan og eru með eitthvað “þetta dmg” til “þetta dmg”, þeir nota “covers” og allskonar búnað til að verjast óvinum sínum, og þurfa auðvitað að hitta andsæðinginn til þess að hann særist/látist. Það sama gildir um vehicles, skaðinn reiknast af því hvar þú hittir nákvæmlega á farartækinu. Dæmi má nefna þegar þú hittir aftan á skriðdreka þar sem brynjan er veikust. Það sem gerir þennan leik líka yndislega er að þú hefur gífurlega mikil áhrif á hvernig hernaðaráætlanir þínar heppnast, þú sendir ekki bara her út á vettvang og gerir “attack ground” og wait for the magic to happen. Þú verður að stjórna og leiða hermenn þína í hverja einustu orustu til þess að ná ásættanlegum árangri. Það er undir þér komið af velgengni hersins.

Grafík er yndisleg. Við erum að tala um að hvert einasta unit er detailerað þónokkuð vel í RTS leik, ólíkt C&C Generals þar sem unitarnir eru gerðir úr kubbum :S. Og hlutfall milli skriðdreka og infantry er frekar rétt, annað eins og t.d. C&C :S (ok, ég er hættur að drulla yfir þann leik :)

Eins og ég orða það, “Svona eiga herkænskuleikir að vera”.
Það sem ég meina með þessari setningu gengur út á það að RTS leikir eiga ekki að ganga út á það að læra að byggja rétt unit á móti ákveðnum tegundum unita. (Starcraft og Warcraft) Nei, það sem virkilega skiptir máli í þessum leik er hvernig þú beitir hermönnum þínum.


Campaign í þessum leik er vel þess virði að spila og færð þú að upplifa helstu átök sem gerðust í seinni heimstyrjöldinni í þessum leik. D-Day er helsta atvikið sem flestir þekkja, og byrjar Campaignið á því þegar að bandarísku hermennirnir fara að Ohama Beach og eru slátraðir þúsundum saman af hríðskotabyssum þjóðverja. (Fyrsta bardagasenan úr myndinni “Saving Private Ryan”)
Reyndar getur maður aðeins spilað US í Campaign, en þú getur svo náttúrulega spilað Axis í Skirmish :)

Já, svo ég komi að því. Það eru tvö lið í þessum leik, og samanstendur það af Bandamönnum VS Þjóðverjum. Sumir halda kannski að endingagildi leiksins sé lítið útaf fárra liða en það er langt frá því að vera rétt. Það sem gerir þennan leik skemmtilegan er ekki það hversu margar tegundir af unitum þú getur byggt upp í hverju liði. Það er eins og ég segi aftur, tactics, tactics my friend.

Allt er mjög raunverulegt hvernig leikurinn er balanceraður. Hríðskotabyssur eins og MG42 eru mjög bannvænar á móti venjulegum infantry. Og rocket weapons á móti tanks virka líka mjög vel, og ekki má gleyma að nefna “Snipers” sem að taka infantry út one by one with ease.

Af því að allt er rosa raunverulegt í þessum leik er einmitt svo létt að setja sig í spor leiksins og það er það sem gefur manni mestu ánægjuna af þessum leik.


Ég læt grein mína stoppa hér núna og allir ættu að hafa að minnsta kosti prófað þennan leik þrátt fyrir að þeir eru orðnir þreyttir á WWII leikjum eins og margir sem ég þekki.

Thats all for now soldiers, dismissed…..