Civ IV: Warlords [hluti II]
Warlords aukapakkinn dregur nafn sitt af nýrri GP (Great person) sem hann kynnir: Great general, eða Mikill hershöfðingi á íslensku. Á meðan hermenn fá Exp (experience) í leiknum munu teljast upp stig, og þegar vissu stigi er náð færðu þennan gaur, Great general, og stigin núllast aftur og til að fá þann næsta þarf meiri Exp en fyrir hinn fyrsta.
Fyrsti GG (Great general) þarf 20 exp, hinn næsti 40, og hinn þarnæsti 60 og þannig áfram fram eftir götunum!
Það er hægt að nota GG alveg einsog annað GP, til að uppgötva tækni, hefja gullaldir og einnig til að byggja Military Academy (sem gefur 25% aukningu á framleiðslu á hermönnum) eða sameinast borginni sem Military Advisor (sem gefur öllum nýjum hermönnum 2 frí exp). En mikilvægast er samt að það er hægt að láta GG sameinast einum hermanni þínum. Hermenn á sama stað og GG þegar hann sameinast einhverjum hermanni fá 20 frí exp (sem eru deild milli hermannanna). Hermaðurinn sem GG sameinaðist við fær aðgang að fimm nýjum stöðuhækkunum (promotion):
Combat VI: +25% strenght
Leadership: +50% exp úr bardaga
Medic III: Læknar á sama stað og umhverfis um 15% hverja umferð.
Morale: +1 movement
Tactics: +30 withdrawal chance
Persónulega finnst mér Leadership vera best þegar ég er með melee unit, og Tactics þegar ég er með Mounted unit.
….Enn annar eiginleikinn: Hægt er að láta GG fara um borð í skip og sameinast skipi og gerast Flotaforingi og mynda ofurskip, sem ég hef fengið mjög góð not þegar ég spila Víkinga. Kominn með +1 movement fyrir og skipin sterk! (Eftir að hafa lesið umræðu um þetta á Civfanatics.com las ég að ekki er hægt að láta GG sameinast flugvélum)
Ef GG er drepinn, er hann farinn að eilífu.
Komment:
Mér finnst þetta bráðnauðslynlegt og afar sniðugt sem Firaxis hefur tekið uppá. Ég hef mikil not fyrir þennan gaur þegar ég er í stríðshug og það er alveg þess virði að hafa hann. Ég hef samt oft verið hræddur að nota hann í bardaga. T.d. ef ég hef 55% líkur á að vinna hef ég sjaldan gert árás, heldur fórnað einum aukahermanni og það er það versta finnst mér. En það eru auðvitað þeir hershöfðingjar sem hafa unnið erfiðustu bardagana sem eru frægastir! Samt mjög sterk áhrif.
Nýir hermenn:
Trebutchet (Strenght: 4, 25% möguleiki að komast úr bardaga, Colletral damage, getur eyðilagt borgarvarnir (-25% hver umferð) og það mesta: +100% city attack.)
Þarf Engineering til að byggja og þróast í Cannon.
Ég verð að segja að þetta er gjörsamlega of sterkur og ég bara hata það þegar það er ráðist á borgirnar mínar með Trebutchet. Venjulegur Longbowman með engar stöðuhækkanir að verja borg tapar of oft fyrir Trebutchet með enga stöðuhækkun. Ég hefði skilið +50% city attack, en +100% þýðir að hann er með 8 strenght og fyrir bardagann drepur hann u.þ.b. 0.5 líf af hermanninum sem hann ræðst á (colletral damage). Hins vegar elska ég að gera árás með honum og vinna allar borgir. Mwahahaha!
Trireme (Strenght 2, hraði 2, +50% árás á móti Galley, getur ekki tekið borið hermenn)
Þarf Sailing og Bronze Working til að byggja og þróast í Galleon eða Frigate.
Jæja, mér lýst vel þennan hérna! Mjög vel jafnað út og raunverulegt og gerir sjóbardaga áður en Frigate kemur mun skemmtilegri.
Scenarios:
Sameining Kína – ein af kínversku héruðunum (ekki heillandi)
Pelópsstríðin – Aþena eða Sparta (leiðinlegt)
Alexandersstríðin – Grikkland (hef ekki prófað ennþá)
Ris Rómarveldis – Róm, Karþagó, Grikkland, Gallar (Keltar) eða Egyptar (nokk ágætt)
Víkingaöldin – Víkingar (var fyrir vonbrigðum)
Genghis Khan – Mongólía (skemmtilegt)
Barabarar! – Leyfir manni að vera Barbarar í Single player (mjög skemmtilegt)
Svo er eitt annað scenario sem gerist í Norður-Ameríku í Ohio þar sem Bretar og Frakkar eru að berjast um landsvæði. Mjög skrítið þetta. Ég prófaði þetta einu sinni og það var ekki einsog ég bjóst við. Þarna eru semsagt Bretar, Frakkar og önnur frumbyggjaþjóð: Lenape fólkið með Shingas sem leiðtoga (Expansive/Protective).
Maður velur sér annaðhvort George Washington (Protective, Charismatic) fyrir Englendinga eða Marquis Duquesne (Aggressive, Charismatic) fyrir Frakka og markmiðið er að vinna Religious victory, sem aðeins er í þessu scenario, mér til ama.
Englendingar eru mótmælendur og Frakkar kaþólikkar þannig þetta veltur mikið á Lenape fólkinu hvort að helvískir kaþólikkarnir taki þetta ekki bara. [smá grín svona..]
Maður þarf að ná 75% trú innan 150 umferða sem er afar strembið og hef ég ekki náð því enn eftir að hafa prófað bæði Breta og Frakka. Frumbyggjarnir eru mjög fljótir að skipta um trú en það er erfitt að dreyfa sinni trú til þeirra. T.d. geta Bretar verið komnir með stærstu borgina og indíánarnir eru orðnir mótmælendur, en eftir kannski 5 umferðir eru allar borgirnar orðnar kaþólskar. Ég náði einu sinni minni hæstu prósentu þegar ég var kominn með bara 2 trúboða í hverri indíánaborg og lét þá alla reyna að dreifa trúnni. Ég náði svona ¾ af borgunum þeirra þá og trúin mín komst upp í eitthvað um 65%. Ég hef komist að því að eina leiðin til að vinna er að fara í stríð við hina trúnna og reyna að eyða (ekki halda) stærstu borgunum.
Skrítnar verur birtast líka í þessu scenario sem eru með styrkinn 666, sem glöggir fatta að er númer skrímslisins og birtast þeir í þrem myndum og koma svo undir endann og eyða þeirri þjóð sem tapaði, í stað þess að það komi bara upp skjár sem á stendur: You lose.
Svo er eitt sem ég er viss um að þeir fáu sem hafa verið að lesa greinarnar mínar hafa beðið eftir. Möguleikanum að taka yfir þjóð; gera hana að eiginlegri nýlendu. Kallast á engilsaxneskri tungu: Vassal states en ég veit ekki hvernig ég get þýtt það. Kannski þið getið komið með eitthvað skemmtilegt nafn ;]
Svona virkar þetta:
1. Á friðartíma getur þjóð orðið “vassal” að eigin vilja.
2. Á stríðstíma er hægt að ná þjóð á sitt vald með “capitulation”. Það sem skilur það frá því á friðartíma er að vassalið getur ekki brotið sér frá valdi meistara síns nema það verði að minnsta kosti 50% af stærð meistarans (að landi OG fólksfjölda) eða það missi 50% af því landi sem það var með þegar sáttmálinn var búinn til.
Það getur verið nokk gott að vera meistari..
1. Maður getur gengið um land vassalsins og notað alla vegi og notað varnir og læknað sig á svæðinu. Meistarinn getur líka skoðað hverja og eina borg.
2. Meistarinn getur einnig beðið um hvað sem er frá vassalinu, jafnvel það sem það er að nota. Vassalið hefur rétt til að neita en ef það gerir það eru ríkin tvö strax í stríði.
3. Fólk meistarans nýtur meiri hamingju á meðan vassalið þjáist af minni hamingju.
4. Vassalið getur ekki gert stríð eða frið að sjálfu sér. Sama hvaða stríð eða hvaða friður er það það sama og hjá meistaranum.
5. Helmingur stiga vassalsins teljast sem stig meistarans í Domination victory eða þá stigafjölda.
Þá er það komið á hreint!! Í þessum greinum hef ég greint frá þessum nýja pakka sem mér finnst vera allágætur. Við getum ekki farið að búast við nýjum aukapakka fyrr en eftir að minnsta kosti ár, eitt og hálft ca. en fyrir þá sem eru að velta því fyrir sér hvort þeir ættu að fjárfesta í þessu, þá skal ég gefa ykkur persónulegt ráð:
Hugleiðið hvort þið eruð friðsælir byggingamenn sem vilja byggja upp ríkið sitt, safna undrum og spila bara svoleiðis áfram, ráðlegg ég ykkur að bíða þangað til verðið lækkar. Leikurinn er alls ekki þess virði ef maður er með svoleiðis leikstíl.
Ef þið eruð stríðsmenn, blóðugir Víkingar einsog Íslendingum sæmir er þetta nauðsynlegt. Vassal states, GG og allt þetta er fyrir fólk í stríðshug. Vissulega er gaman að spila Gandhi eða Roosevelt einhverntímann og byggja upp friðsælt ríki en ég fæ gubbuna af því eftir 1 leik. Stríð var kryddað með sterku chili-i í þessum aukapakka og ég ráðlegg öllum sem finnst gaman í stríði að fjárfesta í þessum leik ekki seinna en á morgun!
Ég þakka fyrir mig :)
(Mikið af upplýsingunum kom frá heimasíðu Civilization nörda, civfanatics.com, en annað kom af minni reynslu af leiknum.)
Strííííííííííííð!!