Nýjar upplýsingar; Civilization IV: Warlords Jæja. Þá hefur Firaxis gefið frá sér upplýsingar um hinn óútgefna Civilization IV: Warlords. Og þetta lofar sannarlega góðu. Frumlegar hugmyndir hafa komið fram, allar þjóðirnar eru komnar og nokkrar UB (Unique building) staðfestar.

Nýju þjóðirnar eru:
Víkingar (Ragnar Loðbrók)
Súlúar (Shaka)
Keltar (Brennus)
Karþagóar (Hannibal)
Kórear (Wang Kon)
Ósmannar (Mehmed II)

Ég verð nú samt að lýsa yfir vonbrigðum um að Firaxis hafi valið Víkinga en ekki Skandinava, þar með Ragnar Loðbrók sem leiðtogann. Það tengist örugglega bara Víkinga scenario-inu. Já gott að Keltar koma inn í stað Galla, Ósmannar fínir og svo er Shaka alltaf skemmtilegur

Nýju UB (ekki Unnur Birna) eru:
Amerísk versularmiðstöð
Þýsk verksmiðja
Rómverskt forum
Grískt ódeon (?)
Spænsk kirkja
Franskur veitingastaður
Enskur hlutabréfasali
og
Astekar fá fórnunaraltar

Ramses II er staðfestur annar leiðtogi Egypta auk Stalíns (Rússa), Churchill (Englendinga) og Ágústusar (Rómverja)

Nýlendu optionið virkar svona:
Ein þjóð er bara basicly þjónn annarar þjóðar. Sterkari þjóðin fær skatta frá hinni veikari og ef sterkari þjóðin fer í stríð við aðra er nýlendan í stríði við hana líka. Til að fá þjóð til að verða nýlenda er ef hún treystir þér nóg til að verða verndari þess (einsog Ameríka og Ísland..) eða ef stærri þjóðin er með ótrúlega sterkan her og hún ógnar hinni eða hótar henni.

Og… the Warlord great person.
Hún virkar einsog venjuleg GP. Hægt að nota þá til að fá nýja tækni, hefja gullaldir og til að fara í borgir og joina þær sem Super specialist. Hann verður til þegar unit er kominn með mikið experience. En það sem skilur hann frá öðrum er að hann berst. Ekki beint, þar sem units eru settir við hann og fá sérstaka eiginleika.

Lýst fólki ekki á þetta??

www.civfanatics.com/gallery/files/1/warlords429_gunits2.jpg Her Alexanders

http://www.civfanatics.com/gallery/files/1/warlords429_mongol_hordes2.jpg Mongólar

http://www.civfanatics.com/gallery/files/1/warlords428_great_wall.jpg Kínamúrinn

http://www.civfanatics.com/gallery/files/1/warlords428_hannibal.jpg Hannibal

http://www.civfanatics.com/gallery/files/1/warlords428_unique_greek_building2.jpg Grikkland

http://www.civfanatics.com/gallery/files/1/warlords_screen001.jpg Núna verðum við að giska… fullt af longbowmönnum