
Skandinavía/Portúgal/Austurríki-Ungverjaland - fyrir Evrópu
Ósmannaríkið/Súmería/Babýlónía - fyrir Miðausturlönd
Síuxar/Mayar/Írókíar - fyrir Indíána og Forn-ameríska
Eþíópar/Súlúar/Songhai - fyrir Afríku
Víetnam/Síam (Taíland)/Kambódía - fyrir S-Austur Asíu, gætu vel komið tvær þjóðir þaðan.
Frumbyggjar Ástralíu (Aboriginees)/Maóríar/Pólýnesar - fyrir Eyjaálfu
og loks opinn flokkur fyrir lítil lönd og spennandi:
Ísrael/Kórea/Holland.
En mínar spár fara á þennan veg:
Skandinavía [Gústav Adolf og Margrét sem sameinaði Skandinavíu í Kalmarsambandinu]
Babýlónía [Hammúrabi og Nebúkadressar]
Mayar [Smoke Jaguar]
Eþíópar [Drottningin af Saba]
Víetnam [Ho Chi Minh og einhver forn keisari]
Pólýnesar [Einhver bara, spennandi að vera svona einhver sem maður veit ekkert um]
Ísrael [Davíð og Salómon]
En hverjar eru ykkar spár? Ég veit ekki hvort það séu nógu margir Íslendingar inní Civ, en allavega er ég vitlaus í hann! Ég vonast til að fá einhver viðbrögð ;]