Stronghold serían kom mér frekar mikið á óvart þar sem ég er harðkjarna C&C aðdáandi og spila mikið leiki
í þeim dúr.
Stronghold 2 byggir á því að þú stjórnar þínum eigin aðalsmanni sem hefur það hlutverk að
byggja stóran og mikilfenglegan kastalla sem þarf að ganga að öllu leiti t.d. gengur ekki að byggja
Risastóra veggi og mikið af vörnum þar sem þú þarft að geta haldið fólkinu innan kastalans ánægðu og vel nærðu annars gengur ekkert upp hjá þér semsakt keðjuverkandi leikur.
Leikurinn er mjög krefjandi að því leiti að þú þarft að geta haldið öllu gangandi í einu annars brotnar veldið þitt niður og það getur verið ansi mikið vesein að byggja upp lífið í kastalanum. Ef það er lítið af matarbyrgðum, mikið atvinnuleysi eða skítamokarinn er ekki að vinna sitt starf þá ertu í vanda.
Leikurinn er ekkert ósvipaður fyrrirennara sínum
Stronghold 1 og ef þú hefur spilað gamla leikinn þá áttu í engum erfiðleikum með að byrja á þessum.

Leikurinn er með meðal grafík en þó mikið af smáatriðum t.d sérðu fólkið vinna inn í húsunum en eitt sem angrar mig soldið er að það leynist mikið af göllum í grafíkinni fer betur í það seinna í greininni.

Þegar þú byrjar þá hefur um tvö
möguleika að velja hvort þú viljir fara veg friðar eða stríðs. Segjum að þú veljir veg friðs þá vinnurðu allan tíman að því að gera eins flottan kastala og þú getur ásamt því að láta allt fólkið í kastalanum vera alveg einstaklega ánægt þetta getur hinsvegar verið óskaplega leiðinlegt til lengdar og ég efast um að spilarar eins og ég vilji byggja mikilfenglegar varnir og síðan sé aldrei ráðist á þær nei veistu ég held bara að það gangi ekki þannig að ég sný mér á veg stríðs.

Þessi leikmáti er ekkert ósvipaður hinum nema að einum stórum hluta sem er að nú ertu með óvin
og hann getur ráðist á þig hvenar sem er og hvaðan sem er. Herkerfið í leiknum er nú ekkert æðislega fjölbreytt en hefur þó mikið af möguleikum uppá að bjóða t.d. segjum að þú byggir turn og skipar bogaköllunum þínum að fara upp í turninn og verja aðkomandi áras óvinarins, bogamennirnir byrja að skjóta örvum á fullu en ná þó ekki að eyða þeim herskara sem ræðst á þig þá er bara eitt ráð, setja kyndill uppá turninn og þá byrja bogamennirnir að tendra eld á örvunum og skjóta eldörvum að óvininum.
Það sem gerir stronghold 2 skemmtilegan er að svona smáatriði skipta virkilegu máli og það getur verið endalaust gaman að fleyja trédrumbum á óvininn og sjá síðan óvininn detta um koll.

Nú ætla ég aðeins að fara í slæmu hliðar leiksins þar sem leikurinn skítur sig gersamlega í fótinn.
Það er mikið af litlum göllum sem geta verið óendanlega pirrandi t.d getur maður ekki sett ákvörðunarstaði(ralypoint) fyrir hermenn sem eru að koma úr þjálfunn þó svo að möguleikinn er til staðar það er mikið af svona leiðinlegum göllum sem finnast í leiknum en einhvernveginn nær skemmtunargildi leiksins að bjarga honum og þá er ekkert að gera nema að finna leiðir framhjá göllunum og reyna að njóta leiksins.

Niðurstaða: Frábær leikur sem bíður uppá mikið af möguleikum og miklu skemmtanagildi ef þú hefur gaman af herkænsku- og uppbygginarleikjum en vonandi verða þessir leiðinlegu gallar lagaðir sem fyrst.

Grafík: 8
Hljóð: 7
Spilun: 9
Ending: 8
Samtals: 8

Heimasíða leiksins:
http://stronghold2.heavengames.com/
What is the meaning of life?