Act of War: Direct Action
Leikurinn er gerður af frönsku leikjafyrirtæki, Eugen Systems, sem eru nýliðar í bransanum. Það voru 2 frakkar sem fóru með þessa hugmynd til Atari og úr kom þessi leikur. Ég rakst á hann þegar ég var á flakki á netinu, eins og vill gerast oft og ég var fljótur að heillast af honum, bara á skjáskotum og umræðu í kringum hann. Þegar hann kom svo út hér á landi fór ég strax upp í Elko og reyndi að finna leikinn, ég fann hann ekki, kallaði til starfsmann og bað hann vinsamlegast um að athuga hvort að þessi leikur væri ekki þar í kassanum ennþá, og jú viti menn þar var hann. Atari hefur strax gefið það frá sér að þeir hafi mikinn áhuga á að framleiða fleiri Act of War leiki og auka pakka og gera þetta að öflugri seríu. En að leiknum sjálfum:
SAGAN / þýtt að hluta til af heimasíðu leiksins
Grunn plottið var lagt fram af Dale Brown, sem er þekktur stríðsrithöfundur þar vestra. Þetta á að gerast í nútímanum, kannski að tala um örfá ár fram í tímann, og er ástandið í heiminum að versna hvað varðar olíu. Verð er komið upp úr öllu valdi, yfir 120 kr á líterinn, sem hljómar ekki lengur svo rosalegt fyrir okkur hér en er það a.m.k. í Bandaríkjunum. Ástæðan fyrir þessu er sú að hryðjuverkaárásir hafa verið gerðar á olíusvæði og fyrirtæki hafa minnkað framleiðslu mjög mikið. Þetta er að skapa mikla óreiðu, í vesturríkjunum líka og eru í gangi stór verkföll, mótmæli og almenn reiði hjá almenning sem krefst aðgerða að hálfu ríkisins. Mikið ójafnvægi í heiminum er að myndast sem er að nýtast ákveðnum aðilum vel í skugganum.
Við, leikmaðurinn, erum Jason Richter, 23 ára hermaður sem hefur verið Commander yfir Delta Force sveit. Pentagon menn horfa á hann sem svolítinn ‘menace’ vegna þess hve illa hann lætur að stjórn og fer sínar eigin leiðir. En það er einmitt ástæðan fyrir því að NSA tók hann til sín og lét hann í stjórn yfir nýrri sveit, Task Force Talon. Hún á að gegna því hlutverki að vera anti-hryðjuverkasveit sem ræðst beint að óvininum með búnaði sem er nánast heitur úr framleiðslu, mjög háþróuð tækni.
Þetta er fyrst bara árásir hér og þar um heiminn en fljótt fer þetta að fara út í harðari hryðjuverk og svo loks fer þetta á Bandaríska grundu og kemst í ljós að það eru stór hryðjuverkasamtök sem eru að standa fyrir þessu og eru kölluð Consortium. Hver tilgangur þeirra er, er óvitað.
UMFJÖLLUN
Sagan:
Sögunni er framfleitt af leiknum myndböndum í góðu magni, hvort sem þau koma inná milli missiona eða bara sem lítill gluggi inn á milli. Það er alltaf passað upp á að það sé nóg að gerast. Auðvitað er maður nú í erfiðleikum að taka mjög mikið mark á sögunni þegar maður horfir á hve illa allir eru að leika, alveg top notch C-leikarar hér á ferð. Það breytir því ekki að, að mínu mati er þetta mjög skemmtilegt form og ég saknaði þess mjög frá Command & Conquer, sem nýttu sér nú reyndar þekkt nöfn í bransanum(James Earl Jones, Kari Wuhrer, Udo Kier….anyone?). Sagan er aftur á móti ágætlega spennandi og hún ætti ekkert að draga niður þá skemmtun sem það er að spila leikinn. Eftir að hafa spilað Generals, sem hafði alls enga sögu og var hreint út sagt alveg ótrúlega leiðinlegur í Single Player að þá var þetta kærkomin viðbót í RTS flóruna.
Grafík
Þetta er skemmtilegt að tala um, hér er allt alveg frábært. Þegar maður er að að keyra í gegnum borg að þá er maður ekkert í vafa um það, öll hús og allt er allt gert með hárfínni nákvæmni og lítur stórkostlega út, sem og allt umhverfi. Ef maður horfir á götur að þá sér maður t.d. að það eru merkingar á þeim og ef maður ‘súmmar’ inn á fólk í mótmælagöngu getur maður séð hvað stendur á spjöldunum þeirra. Þetta er án efa vél sem er langt á undan Sage vél Generals leiksins og ég efast um að nokkur gæti verið ósammála mér. Fyrir RTS af þessari týpu er þetta stórt skref fram á við og mikill metnaður og vinna á bakvið allt.
Hljóð
Músík er svona frekar standard og hentar leiknum svosem ágætlega en er ekkert sem þú tekur sérstaklega eftir. Hinsvegar eru öll hljóð úr köllum, bílum, sprengingar og fleiri mjög vel unnið og ekkert merkilegt út á það að setja.
Spilun og Task Force Talon upplýsingar
Fjármögnunarkerfið er svolítið frábrugðið því sem maður er vanur. Grunn peningamaskínan er Oil Derrick, en svo eru einnig bankar og POW. POW(Prisoners of War) er talin vera besta gróðaleiðin í leiknum, hún virkar þannig að þú getur fangað þá sem þú ert búinn að særa illa, og ef þú átt tilsetta byggingu að þá eru þeir settir þar inn, þar sem þeir gefa upp upplýsingar(pening) alveg þangað til leikurinn er búinn eða byggingunni rústað. Ef þú átt ekki tilsetta byggingu þegar þú fangar mann að þá færðu annað hvort $250 eða $500 fyrir hann, en svo ekkert meir. Segjum sem svo að óvinur þinn sé með 5 manns í byggingu að verjast, þá getur þú sent t.d. 10 manns þar inn líka, og fara þeir þá allir í skotbardaga inni í húsinu og mjög líklegt er að þeir verði allir særðir fyrir utan og að þú getir þá stokkið úr húsinu og fangað þá og þá ertu kominn með fínasta aukastreymi af peningum út leikinn, þetta er mjög mikilvægt vegna þess að Oil Derricks og bankar innihalda oft ekkert mjög mikið af peningum. Bankar eru mjög einfaldir, sendir einfaldlega menn þangað inn, helst nógu marga og auðvitað er best að hafa skyttur þar með svo að skyttur óvinanna séu ekki að taka út þína menn í gluggunum úr fjarlægð.
Liðin eru þrjú í leiknum, þú hefur aðgang að Task Force Talon, U.S. Army og Consortium. Merkilega gott jafnvægi er á milli liðanna miðað við svona nýja þróunaraðila og nýútgefinn leik því að engar kvartanir hafa enn verið í gangi á netinu. Enginn patch hefur heldur breytt neinu ennþá hvað varðar ‘balance changes’. Task Force Talon, liðið sem ég hef mesta reynslu af, er mjög fjölhæft og hafa marga skemmtilega units. Fyrst ber að nefna Heavy Sniper, hann er með 50 calibera armor piercing sniper sem er einstaklega skemmtilegur gegn farartækjum. Að vera með nokkra 4 manna heavy sniper hópa er stórhættulegt gegn öllum farartækjum því 4 geta tekið út stærstu tanka í einu round. Ég ætla ekki að telja upp alla, heldur bara svona uppáhalds. Næsti er Spinner, þú færð aðgang að því farartæki þegar þú uppfærir upp í SHIELD tæknina. Hann er alhliða, getur breytt sér úr Anti-Tank í Anti-Air í Remote Bomb á svipstundu, alveg frábært tól í alla staði. Ef þú breytir honum í sprengju bíl að þá getur þú tekið yfir sprengjuna sjálfa sem skilst frá bílnum, og stjórnað henni hvert sem þú vilt, ef þú hefur marga svona bíla að þú getur þetta nýst frábærlega til að hreinsa aðeins fremstu varnarlínuna hjá óvininum áður en þú ræðst inn. Smá ráð fyrir þá sem eru að byrja, alls ekki reyna að breyta bílnum eftir að þú hefur losað sprengjuna frá bílnum og hefur ekki sprengt hana, því þá eyðileggst bíllinn. Það er ekkert skemmtilegra heldur en að koma að óvini sem getur ekkert við Spinnerunum, þú byrjar á að senda inn sprengjurnar, og lokkar jafnvel út skriðdrekana hans, ef þú hefur fleiri Spinnera að þá ætti það að braggast, það er samt nauðsynlegt að hafa með sér Heavy Snipers til að taka út AT kalla og hjálpa til með skriðdreka.
Næst er það flugvélakerfið, það er einnig svolítið öðruvísi en maður hefur vanist. Þú byrjar á því að byggja Air Control Tower(ekki heilan flugvöll eins og í t.d. C&C) og svo kallarðu inn flugvélaárás bara með því að ýta á takka sem er alltaf á skjánum, mjög þægilegt kerfi sem hefur aðeins einn hæng á, eftir að þú kallar á þær að þá geturðu ekki hætt við. TFT hefur skemmtilega flugvél sem er fær um að skjóta niður aðrar flugvélar og þyrlur og einnig byggingar en getur ekki skotið á farartæki eða menn. Ef maður sér að flugvélar stefna að sér að þá er mjög gott að kalla þær á vettvang strax og þær eru ekki lengi að læsa á hinar vélarnar og skjóta úr góðri fjarlægð. Það sem þú gætir orðið ósáttur með er að get ekki stjórnað því hvernig hún flýgur leiðina sína, þú færð ekki að stjórna þeim neitt sjálfur. Einnig hafa TFT stealth vél, frábær í skoðunarferðir auðvitað og hægt er að uppfæra þær með sprengjum gegn faratækjum. Ef flugvélar eru skotnar niður að þá lifa flugmennirnir stundum af og þá getur óvinurinn náð honum og fangað hann, þú getur hinsvegar kallað hann heim, en hann er lengi að hlaupa miðað við combat units.
'Ofurvopnin' svokölluðu eru til staðar í þessum leik líka. TFT hefur Mjolnir Artillery, U.S. hefur Wolverine Cruise flaugar og Consortium er með Falling Star Uplink. Enginn sérstakur munur er á afli vopnanna. Öll liðin hafa svo leið til að sporna gegn þeim sem er rosalega stór kostur og bætir vel á spennu leiksins, svo að maður lendi ekki í spilurum sem að byrgja sig inni og byggja bara þessi vopn. Semsagt, þau vega mun minna í þessu en C&C.
Leikurinn býður upp á mjög mikinn hasar þar sem að það er ekki talin góð taktík að reyna að byrgja sig inni með varnarbyssum, öll lið hafa ákveðin vopn til að taka varnarbyssur út úr fjarlægð t.d. og maður er ekki lengi að læra að sækja gegn slíkri spilun. Það sem virkar eru tíð skemmdarverk og föngun á óvini þínum til að fjármagna það, nauðsynlegt er að hugsa vel um mennina sína svo þeir steli ekki stanslaust peningi af þér í gegnum þá. Ég hef verið að reyna að læra sem mest inn á TFT og er enn að uppgötva nýjar leiðir til að haga uppbyggingu og skipulagningu í vörnum og fjármögnun. Svona leikur fer ekkert upp í hillu og hengur þar eftir mánaðarspilun, a.m.k. ekki í mínu tilviki.
Á netinu
Online spilun, hef verið að stunda þetta af svona meðal krafti, mikið af góðum spilurum þarna nú þegar og er ég alltaf að lenda í mestu vandræðum, þar sem flestir eru færir um virkilega snöggar árásir og byggist þetta allt á því hvort maður nær að verjast eða hvort maður er sjálfur nógu fljótur að ráðast. Margir spila samt við þannig reglur að þeir sleppa því alfarið að ‘rusha’ og er það þá samþykkt fyrir byrjun leiks. Leikirnir taka aldrei langann tíma heldur eru þeir frekar hraðir og spennandi, þ.e.a.s. ef þú nærð að stöðva fyrstu árás. Ég hef í örfá skipti lent í því að notuð séu superweapons einmitt vegna þessa, meira er um stöðugar árásir af minni reynslu.
Kort (maps)
Öll kortin sem komu með leiknum er alveg mjög góð og ekkert sem manni finnst eitthvað leiðinlegt að spila. Með patch nr.2 kom út auka kort, Alcatraz sem er einnig mjög skemmtilegt duel kort. Þegar patch2 kom að þá var það gefið út að map editor kæmi með þeim næsta, sem er væntanlegur núna í Maí. Margir sem bíða spenntir eftir honum því að það er auðvitað hlutur sem eykur á gildi leiksins og langlífi. Ekkert modding er enn farið af stað einmitt vegna þess að engin tól hafa verið gefin út. Ég held samt að planið sé að hafa Act of War moddable. Kemur bara í ljós seinna.
Samfélag
Þrjár fínar aðdáendasíður eru komnar á vefinn nú þegar, www.gamereplays.org/actofwar - Þetta er mín uppáhaldssíða þar sem að hún inniheldur mikið af replays úr leiknum og þarna er mikið spáð í bestu taktíkunum o.s.frv. Þeir halda jafnvel keppnir um besta replayið og gefa kannski eitthverja 50 dollara fyrir. Gott framtak þar á ferð. www.planet-actofwar.com er einnig til, þar er vor höfundur meira að segja í smá aukavinnu, hendi þarna inn fréttum og er stjórnandi á forum. Nú er keppni að fara í gang á vegum þeirra sem eiga síðuna, sem eru Þjóðverjar og eru alveg vegleg verðlaun í boði, gott vefpláss að ég held. Svo er sú síðasta www.aowcentral.com
Að lokum
Eitthverra hluta vegna finnst mér líklegt að sumir hafi hoppað beint í þennan part því þeir nenntu ekki að lesa þessa langloku hjá mér…og þess vegna ætla ég ekki að gefa neina lokadóma hér, þið neyðist til að lesa til sjá hvað mér finnst. ;)
Vil benda á fyrir nýja spilara að ná sér strax í nýjasta patchinn áður en hafist er handa við að spila, þú getur gert þetta með að tengjast online eða downloada honum af heimasíðu Atari ásamt fleirum. Þónokkrir gallar sem snerta vélbúnað, networking og annað slíkt eru lagaðir í honum, ásamt því að fá Alcatraz map-ið. Ég nefndi held ég allt það sem ég get sagt um leikinn, og það sem ég sleppti alveg var Skirmish og að fjalla meira ýtarlega um hin liðin. Það er fyrir ykkur að finna út.
Takk fyrir mig,
Shagua