Það hafa margir verið að tala um það að breyta þessu áhugamáli í Strategy áhugamál og næstum enginn verið ósammála, þó að það séu nokkrir. Mér finnst það bara mjög góð hugmynd og það myndi blása lífi í þetta áhugamál. Þetta áhugamál er greinilega steindautt. Það er aldrei sent inn greinar. Líða stundum nokkrar vikur á milli þeirra og það er ennþá inná listanum tvær greinar sendar inn í Janúar. Það er ekki hægt að neita því að þetta sé góð hugmynd til að lífga uppá þetta áhugamál. Ég er allaveganna með nokkrar hugmyndir um hvernig það væri hægt að setja það upp.
Kubbarnir sem að væri hægt að setja upp gætu t.d. verið Age of leikirnir þar sem að þeir eru orðnir heldur betur margir og ef að maður lítur á topp 30 listann yfir bestu strategy leiki allra tíma á GameRankings.com, sem að safna saman meðaltalinu yfir einkunnirnar sem að leikirnir fá, þá sér maður að Age of Empires II: The Age of Kings er í þriðja sæti og 4 fleiri leikir á listanum frá Age of seríunni og margir sem að spila þessa leiki.
Lord of the Rings kubb væri líka hægt að hafa, War of the Ring er kominn og svo kemur náttúrlega Battle for Middle-Earth í Desember og það gæti vel verið að það yrði líf í þeim korki. Ég held að Emperor: Battle for Dune kubburinn ætti að fara, seinasti korkur kom í Ágúst og þá var það bara tilkynning um að sá póstur væri sá 100. á áhugamálinu. Command & Conquer mætti nú alveg svosem vera, bara til heiðurs áhugamálinu þó að ég efast um hann yrði mjög virkur, og það hefur ekkert frést af næsta leik í seríunni.
Byggingaleikjakubbur væri líka fín hugmynd. Margir sem að spila SimCity, Civilazation (væri líka hægt að hafa bara Sid Meier kubb þar sem að það hafa komið nokkrir aðrir leikir en Civiliazation frá því fyrirtæki) og Tycoon leikina og þeir eru nú orðnir margir. Svo er líka kominn Evil Genius og hann var ágætlega vinsæll bygginga-strategy leikur.
Rome: Total War er líka frábær Strategy leikur og er í fjórða sæti yfir bestu Strategy leiki allra tíma sem er svakalegt. Kannski hann ætti skilið að fá kubb. Hann er líka í 10. sæti yfir best seldu leikina á BT akkurat núna sem að sýnir að hann er vinsæll hérna á Íslandi líka.
Svo bara Allt um Strategy leiki kubbur eða eitthvað álíka en það er nokkuð sjálfsagt að hafa hann.
Það er alveg nóg af vinsælum leikjum til að hafa á þessu áhugamáli sem að tryggja það að það yrði vinsælt. JReykdal verður að hugsa um meirihlutann þar sem að tæplega 80% í þessarri könnun vildu Strategy áhugamál. Kannski er hann að búa til áhugamálið og ætlar að koma okkur á óvart þar sem að hann hefur ekki enn svarað neinum. Vonandi það allavega.
Segið ykkar skoðanir á þessu og ef að þið eruð með hugmyndir um fleiri kubba.