Humm… gamli góði C&C… maður fær ýmsar tilfinningar í hugann við að heyra það nafn
Al-fyrsti leikurinn (og þá helst í gull útgáfunni með uppfærðri grafík) var náttúrulega original and best. Svolítið eins og fyrsta Matrix myndin. Söguþráðurinn er grípandi (ekki hvað síst í war-on-terror tíð nútímans), man varla eftir neinni jafn eftirminnilegri persónu úr tölvuleik en illmenninu Kane, getið þið nefnt einhverja? Leikurinn sjálfur var auðvitað stórskemmtilegur í meira lagi, maður gat verið húkt að reyna að djöflast gegnum eikkvað skrattans mission (non-production mission anyone?) og fengið síðan ríkuleg verðlaun í söguþræðinum sem fyrir báða aðila endar stórkostlega (“hmm, hverju ætti ég að gjöreyða með þessari Ion Cannon?”). Svo áfram sé talað um spilun þess leiks þá voru tækin og tólin öll mjög skemmtileg að nota (og maður var verðlaunaður með hverju nýju drápstóli sem kynnt var til leiks), þótt ekki hafi verið um sömu skæri-steinn-pappír úthugsun að ræða eins og síðar varð normið með warcraft leikjunum. Hvað um það, þá var ofan á allt annað frábær hljóðrás við leikinn, bæði í leikhljóðum sem og tónlist, hef enn ekki séð síðarnefnda atriðið betrumbætt, nema e.t.v að nokkru leyti í Red Alert með Besta Lagi í PC Leik Ever; laginu Hell March. 9,5 í einkunn
Svo vikið sé þá að þeim leik þá er hann ágætur að mörgu leyti, en tekst ekki að sýna í heild fram á mikla framför yfir þann upprunalega. Grafíkin er að sjálfsögðu nákvæmlega eins að gæðum, en margt lítur ekki eins flott út og áður, t.d. þoldi ég aldrei tjaldbragga bandamanna, né orkuverin. Á hinn bóginn hefur RA margt til brunns að bera, betur útfærða heri til dæmis, og stórskemmtilegan söguþráð, sem höfðar til allra með minnsta smekk fyrir “hvað ef” tímaflakkspælingum og sögu. Einnig tengir leikurinn sig lúmskt við C&C og er það vel. Spilunin er góð, og er það mjög skemmtileg viðbót að geta byggt sjó- og flugher eins og RA býður manni(gotta love those Cruisers/MIGs). Verst bara að ofurvopnin voru ekki merkilegur pappír við spilun leiksins, fyrir utan Chronosphereið og aukaverkanirnar fáránlegu :). Helstu gallar voru etv. hljóðin í leiknum, ekki þóttu mér sprengingarnar mjög sannfærandi og bank-bank hljóðið í skriðdrekunum varð pirrandi mjög þegar mikið var notast við skriðdreka (=mjög oft) 8,5 í einkunn
Þá erum við komin að Tiberium Sun, sem ég tel vera ágætis leik sem slíkan, en formúlan eins og hún birtist í þriðja sinn er orðin dáldið notuð. hinsvegar er leikurinn ágætur fyrir því, fínn fulltrúi sinnar tegundar, með skemmtilegum hlutum til að byggja (dýrkaði Hover MLRS og fallbyssutröllin). Söguþráðurinn, sem mikið var hæpaður, stendur hinum tveim leikjunum að baki hvað varðar frumleika, en James Earl Jones stendur sig samt alveg, og Kane er sömuleiðis ok, þótt mun betri hafi hann verið í nr.1. Í þessum leik bregst Westwood dálítið bogalistin með tónlistina, ekki eins grípandi músík og í fyrri verkunum. Hljóðið þar fyrir utan er ok, vantaði samt sannfærandi sprengingar að mér fannst. Þær þurfa að veita manni vissa fullnægju, láta manni finnast eins og maður sé að djöflast áfram með gífurlegum eyðileggingarmætti. Einkunn 8,0+
Næst var gefinn út leikurinn Red Alert 2. Þessi leikur lyktaði sterklega af peningaplokki, búið að versla Westwood og markaðsmenn komnir til skjalanna. Leikurinn hefur þó margt til síns ágætis, svo sem að hleypa manni inn í “alvöru” borgir til að berjast í (loksins fær maður að gjöreyða Washington og Pentagon, verkefni sem Seth greyinu úr C&C1 entist ekki aldur til að senda mann í), en ennfremur er leikurinn fagmannlega hannaður í því hvernig bæði liðin eru stillt vandlega af hvað varðar kosti sína og veikleika í mönnum og vígvélum. Sögurþráðurinn er svosem ekki alslæmur per se, en “húmorinn” endist ekki vel… nuff said. hljóðrásin er frekar ómerkileg. spilunin almennt góð, sum vopn/hermenn samt full-frumleg. einkunn 8.
næst er það svo leikurinn Renegade. Hann er svona sístur af seríunni held ég, en reyndar hef ég ekki fullkomna sýn á það vegna þess að ég á ekki leikinn þann. Hann hefur þó sína kosti, og það er óneitanlega gaman að skella sér um borð í eitt stykki Medium eða mammoth skriðdreka(og svo Orca VSTOL árásarvél með viðbót :)) og bruna um. Öll farartækin gera reyndar Renegade að athyglisverðum öðruvísi skotleik, form sem að Battlefield menn fullkomnuðu. Það er bara verst að markaðsmennirnir eða einhverjir gátu ekki tímasett leikinn nákvæmlega miðað við annan hvorn Tiberian leikinn, og er þetta dálítill mínus í mínum augum, gefur honum hvorki-fugl-né-fiskur yfirbragð. Einnig þýðir það að maður fær ekki öll farartækin/vopnin sem maður vonaðist kannski eftir, heldur eitthvað annað í staðinn. Vopn leiksins eru síðan flest öll krappy dót. Sérstaklega er grundvallar riffillinn(sem ætti hvað mest að vanda sig með) slappur, með ömurlegt skothljóð. Viðgerðarbyssurnar eru síðan bara plain silly. Eini plúsinn þar myndu vera endgame bomburnar, sem mörkuðu skotmark kjarnorkusprengna eða Ion-Cannon skota. Það sem ég sá af söguþræðinum var frekar slappt, ekkert kjöt á beinunum (svo að yngri markaðshóparnir eigi auðveldara með að kokgleypa vöruna). Helsti styrkur leiksins er þó ansi skemmtilegur multiplayer, þar sem tvö lið keppast við að rústa herstöð hins, með aðferðum C&C heimfærðum upp á skotleik (harvester fer út og nær í peninga, menn versla sér vopn og hergögn til að fara með og berja á óvininum. nenni ekki að skrifa meira um þetta, einkunn 7,5
Loks endum við á C&C Generals. Hann er mjög langt þróaður frá upprunalega leiknum, á eiginlega fátt sameiginlegt honum annað en RTS formið. Hann er með bestu grafíkina so far, og að ég held bestu hljóðin fyrir leikinn (engin almennileg músík). Söguþráðurinn er ómerkilegur, borðin eru reyndar oft ágæt, en ekkert gert til að skapa einhverja söguþráðsstemmningu. okkur eru gefnir 3 herir að leika okkur með, allir ágætir, en kína og BNA þó skemmtilegust að vinna með. Reyndar er USA liðið orðið dálítið eins og ósmekklegur brandari, með sitt Detention Camp og wannabe-hero þykjustuyfirbragð… allt frekar hjákátlegt finnst manni núorðið. en spilunin er góð og spennandi, mætti kannski verða ögn hraðari, á ég þar við hraða manna og bíla, en smásjárstjórnunin á stríðsrekstrinum má ekki við því að verða of hröð þegar maður þarf að framleiða í hverri byggingu fyrir sig (og bara níu hlutir mögulegir í einu… fuss). Þetta er samt all-in-all góður leikur, með mjög góða spilun o.fl. Bara ekki jafn frumlegur eða grípandi og sumir aðrir leikir með sama nafni…