Sælt verið fólkið. Mig langar til að tala aðeins um núverandi, uppáhalds hershöfðingjann minn Prince Kassad.
Þessi general eins og gefur augaleið reiðir sig á dulbúning og launsátursárásir.
Hann getur gert allar sínar byggingar “ósýnilegar” þ.e dulbúið þær svo þær sjáist ekki nema með radar og öðrum tækjum sem sjá faldar byggingar og hermenn.
Varnarbyggingarnar hans koma dulbúin þegar þær eru byggðar. Hermenn Kassad´s eru ávallt faldir nema þegar þeir skjóta eða eru uppgötvaðir af radar.
Kassad getur notar GPS ruglarann (GPS Scrambler) fyrr þ.e í þriðju tign en með honum er mögulegt að fela hóp af faratækjum og/eða hermmönnum og verða þau aðeins sýnileg þegar þau skjóta eða eru uppgötvuð af radar. Einnig fær Kassad að nota ruglarann oftar þ.e endurhleðslutími hans er minni en hjá öðrum GLA hershöfðingjum.
Að lokum fær hann að kaupa ræningjana(hijackers) í byrjun og eru þeir alltaf ósýnilegir jafnvel á hlaupum ólíkt hinum gla hershöfðingjunum.
Að sjálfsögðu hefur Prince Kassad sína ókosti. Kassad getur t.d ekki byggt skriðdreka(scorpion tank) né SCUD flaugabílinn(SCUD launcher).
Kassad getur því ekki gert þungar árásir heldur verður hann að skipuleggja sínar árásir vandlega og ráðast þar sem óvinurinn er veikastur.
Hann getur byggt “rocket buggys” en þessir snilldar bílar geta skotið nógu langt svo að flestar varnir geta ekki skotið á móti. Nauðsynlegt er að hafa “quad cannons” með til að verja þá fyrir loftárásum og hermönnum en þessir bílar þola mjög lítið.
Ein mjög góð stradegía er að setja 8 rocket buggys inní göng og taka þá út aftur og nota á þá GPS ruglarann sem gerir þá ósýnilega. Þetta veitir þeim mikla yfirburði þar sem þeir munu oftast hafa frumkvæðið. 8 slíkir geta ef varlega er farið gert þó nokkurn skaða ekki er verra að hafa quad cannons til aðstoðar en þeir eru þó ekki eins nauðsynlegir og áður.
Leitast skal við að gera ALLAR byggingar Kassad´s ósýnilegar það gerir óvininum mjög erfitt fyrir því hann getur ekki skotið það sem hann sér ekki því verður óvinurinn að hafa með sér radar ef hann ætlar sér að ráðast á þig nema hann viti nákvæma staðsetningu byggingana og er þá nó að nota “force attack”(CTRL). Því má ekki gleyma sér og hunsa mikilvægi varnanna. Góð vörn er 1 palace(ósýnilegt) með 5 flugskeytamönnum, 1-2 “tunnel network” og nokkra quad cannons fyrir aftan, einnig má hafa stinger hreiður með en ef keppt er á móti Granger(flugherhöfðingjanum) þá gagnast stinger hreiðrin nánast ekkert því flugvélar hans skjóta niður flugskeytin auðveldlega. Allar varnir er hægt að brjóta því verður að vera við öllu búinn.
Mjög gott er að dreifa sér vel, með göng á sem flestum stöðum til að auðvelda samgöngur óvinurinn mun ekki vita um þau nema hann sjái þig byggja þau eða hann eigi leið framhjá með radar. Gott er í byrjun að lauma verkamanni upp nálægt óvininum og byggja göng og gera síðar árás úr þeim.
Einn megin kostur GLA er að þeir þurfa ekki rafmagn, því má hefja byggingu á t.d 4 SCUD eldflaugapöllum án þessa að eiga það í hætu að verða rafmagnslaus. Muna verður eftir að byggja svarta markaði svo þú lendir ekki í fjárhagserfiðleikum sem hef alltof oft leikið mann grátt.
Ég vona að þetta hafi verið einhverjum að gagni og/eða ánægju.