…sem nota má á brutal army
Þessi grein er bara til þess að reyna halda áhugamálinu lifandi.
Allvega er þetta stradegía sem ég nota oft á lönum þegar ég og félagi minn erum að spila á móti þónokkrum brutal army í generals.

Ég spila oftast Kína. Ég byrja á því að gera orkuver, gröfu og radar þannig að ég á 2 gröfur sem er eiginlega algjört möst til þess að byggja beisina sína hratt og örugglega. Ég reyni með þessum 2 gröfum að byggja á sem skemmstum tíma suppy center, barracks og allavega 2 bunkera, á þeim stöðum Þar sem mér þykir líklegast að fjandmaðurinn sækji á mig, sem ég fylli svo með tank hunters.

Á meðan því stendur geri ég 1stk red guard (fæ 2) og upgradea þá svo þeir geti tekið byggingar og sendi þá undir eins að sækja Oil derricks, taktíkin sem ég nota þarna er sú að ég tek alla olíu sem ég finn til þess að óvinurinn fái ekki þann endalausa pening sem er fólginn í þessu og ég sprengi jafnvel oil derricks í þeirri von um að fjandmaðurinn auðgist ekki, því það er nógu erfitt að halda þeirri flóðöldu herja sem nokkrir brutal army eiga.
Svo þegar þetta með olíuna er afstaðið er ég kominn með war factory og reyni að smíða allavega 5 battlemasters og kringum 2 gattling tanks, þennann ltila her nota ég til þess að keyra fyrir utan stöðina mína og taka út komandi óvini til þess að gefa mér aðeins meiri tíma til þess að styrkja varnirnar.

Nú er aðeins liðið á leikinn, ég er kominn með propaganda center og fínustu varnir sem ættu að geta haldið í góðann tíma. Nú sé ég að það er eitthvað farinn að minnka peningurinn í supply stashinum mínum sem hefur bara í kringum 12.000 eftir þá venjulega nota ég allann þann pening í 1stk nuke og slatta af hackers, það gengur oftast vel og er bara tímaspurnsmál hvenær ég er kominn með góða sveit af hackerum og innkoman stöðug.

Þegar hingað í leiknum er komið gera óvinirnir gjarnan superweapons en ég og vinur minn erum venjulega komnir með helling af generals promotion, eftir þesa löngu varnarstöðu, þannig að við getum oftast komið í veg fyrir að fá superweapons á okkur.

Svona getur þetta haldið áfram í ágætan tíma en maður verður bara að viðhalda vörnunum og senda út smáar sveitir skriðdreka til þess að mæta herskara óvinarins sem virðist endalaus. Það er líka mjög gott að hefa 1stk flugvöll fullann af MiGs sem hægt er að senda á allskyns sige weapons sem óvinurinn gæti sent, t.d. scud luncher eða tomahawk.

Eins og ég sagði getur þetta haldið heillengi áfram en ef maður einbeitir sér bara sæmilega þá á allt að halda og hackers halda stöðugri innkomu og það er ekki vitlaust að bæta alltaf nokkrum hackers við góð tækifæri.

Nú er mjög langt liðið á leikinn og er allur peningur óvinarins að þrotum kominn þannig að núna er okkar tækifæri og byrja ég að sækja að fullum krafti þannig að það er bara tímaspurnsmál hvenær óvinirnir bugast.

Þessi stradegía er sú sama og Sovietmenn notuðu við Kursk árið 1943 þar sem þjóðverjar sendu allt sem þeir áttu og hættu öllu á risavaxna árás sem kom varla skrámu á varnarlínur Sovietmanna. Ég efast um að ég sé sá eini sem nota þessa taktík en hún virkar mjög vel á móti 2-4 brutal army en þetta fer líka eftir því hve öflugur samspilari þinn er því þetta er ábyggilega afar erfitt ef maður stendur einn í þessu.

Takk fyrir, þetta er mitt framlag til þess að halda þessu áhugamáli á lífi og ég vill afsaka fyrirfram stafsetningarvillur og ég vona að það sé ekki alveg glatað að lesa þetta.

Kv.
______________________