Það er skemmtileg könnun í gangi og 8 manns (100%) hafa sagt “Jú” við spurningunni “Er þetta áhugamál ekki steindautt?”.
Þess vegna ákvað ég að senda inn þessa, jahh…..viðleitnisgrein.
Nú, ég er mikill aðdáandi C&C leikjanna og varð ágætlega ánægður með Generals, nýtt útlit á þessa seríu og hvaðeina og fyrst nú sé ég hve ótrúlega flottur leikur þetta er, kominn með nógu öfluga vél til að spila leikinn í hæstu mögulegu gæðum. Leikurinn bauð nú ekkert upp á neitt nýtt gameplay en það mátti nú alveg búast við því þar sem þetta er nú C&C leikur, en svo kom Zero:Hour. Þetta hleypti algerlega nýju lífi í þennan leik og álit mitt á EA batnaði mjög. Generals Challenge er mjög svalt gameplay og fullt af nýjum unitum sem fylgja þessum Hershöfðingjum, eins og hann Vladimer hefur lýst í greinum sínum. Ég er byrjaður að spila leikinn þó nokkuð (verst að vinir mínir eru ekkert gríðarlegar aðdáendur) yfir LAN eða netið, og núna er ég að reyna að taka Single Player eins og það leggur sig.
Ég væri meira en til í að samfélagið hefði náð byggjast í kringum leikinn og alger synd hreinlega að við sem erum miklir aðdáendur leiksins lögðum ekki eitthvað á okkur til að koma eitthverju af stað. Grunar að það hafi verið frekja leiksins varðandi gæði tölvanna að leikurinn náði ekki mikilli fótfestu ( nema að öllum hafi fundist hann svona lélegur :/ ). Leikurinn á það til að lagga frekar mikið hjá öllum ef að einn aðilinn er kannski með tölvu fyrir neðan meðallag.
Er eitthvað hægt að gera í þessu…?
Býst nú ekki við jákvæðum svörum en mér langar að heyra í sem flestu C&C fólki…..blaðrið eitthvað hérna í álitin :/