Jæja …
eftir að vera búinn að spila Wolfenstein 3d soldið skuggalega lengi ákvað ég að það væri kominn tími til að kaupa glænýjan leik. Svo ég stekk út í búð og kaupi mér Red Alert.
Og ekki sé ég eftir því, þessi leikur er bara SVAKALEGUR í einu orði sagt, alla vega… þetta fjallar um stríð milli Allies og Soviet og eru báðar þjóðirnar með mismunandi units og þannig.
Það er alveg unaðslegt hvað það er mikið af mismunandi unit-um í þessum leik, maður getur verið alveg heilu klukkutímana að skemmta sér við að búa til svona herdeildir og þannig herdeildir. Eitt stærsti plúsinn við þennan leik …
aftur á mót mínusinn er nátturlega að öll þessi mismunandi unit eru alveg gagnslaus og það eina sem gengur er að safna skriðdrekum. :(
En það er það sem öllu máli skiptir það sem skiptir máli er að þessi leikur er algjör snilld og frábær sagan í honum og ég mæli með honum eindregið næst þegar þið farið út í tölvubúð að kaupa leik.
Aiiiight!