Þetta byrjaði allt með Dune 2 leiknum. Hann var fyrsti leikur hins nýstofnaða Westwood en ennfremur fyrsti RTS leikurinn. Á þessum leik sínum byggðu svo Brett Sperry og Joe Bostic einn vinsælasta leik allra tíma. Sá hét Command & Conquer (nú betur þekktur sem Tiberian Dawn). Hann var í raun nær algjörlega byggður á Dune 2, tæknilega séð, en það se var sérstakt var þessi saga sem heillaði. Þessi framtíðarsýn, með GDI og Nod sem stríðandi fylkingar. Eftir vinsældir þessa leiks var gerður annar leikur, í raun nákvæmlega sá sami, en aðeins var hægt að spila hann á netinu. Sole Survivor. Sá varð ekki vinsæll, sá eini af öllum C&C leikjum. Eftir þetta var prófað að framleiða leik eins og C&C leikinn, en með nýjum söguþræði (sem var reyndar tengdur við upprunalega söguþráðinn á óræðánn hátt, og var því lengi haldið fram að sögurnar væru tengdar, en nú hefur það verið afsannað). Þetta var Red Alert 1. Sá leikur varð mjög vinsæll eins og allir vita. Eftir það var tilkynnt um nýjann leik í Tiberium-röðinni. Biðin varð löng og eftirvæntingin mikil og seldist leikurinn mjög vel er hann loksins kom út en mörgum þótti ekki nógu vel til tekist og olli leikurinn miklum vonbrigðum. Persónulega er þetta uppáhalds CnC leikurinn minn. Svo kom Red Alert 2. Vinsælasti CnC leikurinn síðan sá fyrsti kom. Hann var mjög góður en þar rofnuðu algjörlega tengslin við Tiberium seríuna. Nú ákváðu Westwood menn að fara aðra leið og búa til FPS leik í Tiberium seríunni. Reyndar hafði þessi leikur verið í undirbúning síðan TD var gerður, en aldrei verið nógu góð tækni til þess. Þessi leikur var Renegade, og ef til vill var hann sá seinasti sem var gerður af einhverju sem hægt er að kalla Westwood. Westwood Irvine skipti um nafn og varð EA Pacific. Nú fór EAP að framleiða nýjann leik. Generals. Hann var ekki með neitt af því sem áður hafði einkennt CnC leiki. Hann var ansi raunverulegur, hann gerðis nokkurnvegin í samtímanum og sú leið sem hingað til hafði verið notuð til að afla peninga var ekki lengur notuð. Hinsvegar var leikurinn mjög góður sem það sem hann átti að verða. Rétt eftir að Generals kom út var svo ákveðið að leggja niður Westwood og EAP. EAP var sameinað stúdíói nálægt en WW var einfaldlega lagt niður og starfsmennirnir sem vildu gátu flust í höfuðstöðvarnar í Los Angeles (EALA). Nú er sem sagt allt óvíst um framtíðina en Harvard hefur þó látið frá sér að verið sé að vinna að nýjum leik. Hann tók ekk fram hvort það væri CnC eða eitthvað annað. En þetta er nokkurnvegin allt um CnC frá upphafi til núna. Ég vona að eftir þetta sjái ég færri staðreyndavillur hjá ykkur annars ágæta fólki.
Það er ekki að ástæðulausu sem ég kalla mig mesta CnC aðdáanda landsins.
—-