Ég eignaðist Red Alert 2 skömmu fyrir jól og byrjaði umsvifalaust að spila Skirmish leiki. Svo sagði ég besta vini mínum að ég hefði verið að fá mér leikinn og bauð honum að fá annann diskinn svo að hann gæti notað leikinn líka og við síðan spilað netleiki. Svo gerðist það á milli jóla og nýárs að við spiluðum 5-6 netleiki. Þar sem ég hef spilað C&C leikina lengur en hann var ég með mikið meiri reynslu af þeim og var þessvegna fljótari að ná tökum á Red Alert 2. Því var ekki að spurja að því að ég vann alla leikina. En í síðasta leiknum urðum við fyrir miklum vonbrigðum því að í leiknum sem var spilaður í “Paris revisited” borðinu og stefndi hraðbyri í að verða sá allra jafnasti og skemmtilegasti hingað til, gerðist einhvað og við disconnectuðumst frá hvor öðrum og leikurinn var ónýtur. Engu að síður vorum við báðir sammála um að Red Alert 2 netleikir væru hin besta skemmtun!

P.S.
Ég var á Westwood Online (WOL) um daginn og sá þá einhvern Íslending en ég man bara ómögulega hvað hann hét. Það byrjaði þó á U, það er það eina sem ég man. Var það einhver af ykkur sem ég sá? Ef þið sjáið mig á WOL endilega hafið samband og spilum, það er að segja svo lengi sem ég er ekki að fara að spila við vin minn eða þið eruð svindlarar!