Ég átti við smá samræður við vin minn, um Red Alert Original, um hversu gaman það var að fikta í leiknum með hinum fræga map editor svo ekki sé talað um Rules.INI fælnum.
Fyrir þá sem ekki vita, voru Rules.INI fælarnir snildar texta fælar þar sem þú gast breytt ýmsum hlutum. Meðal annars, gert bíla og trukka ósýnilega, breytt ‘blast and destruction’ svæðinu á kjarnavopnum og hversu mikið ein bygging kostaði.
Sérstaklega var gaman að láta hermenn fá Kjarna-hand-sprengjur.
Það var þó ekki snjallt mjög lengi, þegar einn af mínum handsprengju-körlum drapst í stöðinni minni og virkaði sem keðjuverkun á hina fjóra. Sem sagt, 5 stórar sprengingar og mission lost. :\
Vandamálið með Rules.INI fælana var að þú gast bara breitt hvað var inni í leiknum en ekki búið til nýa karla frá grunni, sem hafði enginn áhrif á þá sem fyrir voru í leiknum. En, af því sem mér skilst, þá á það að breytast í komandi framtíð með hinum nýa, C&C Generals.
Fyrsta lagi þá færðu World Builder. Eins og nafnið gefur til kynna, þá getur þú búið til þín eigin landsvæði í World Builder. En það er ekki allt… Þú átt að geta gert þín eiginn verkefni (mission) og til að toppa allt, setja inn smá ‘cutscenes’ inn á milli. Og ef það er ekki nóg, þá getur þú náð í .INI fælana í gegnum World Builder.
Og eftir þeim upplýsingum sem ég hef náð í, þá á að vera hægt að bæta inn alveg nýum köllum, án þess að þau hafi nokkurn áhrif á þá kalla sem inni eru í leiknum. Með nýum módelum, textures, animations og bættum .INI fælum á margt að vera hægt.
Ef það reynist vera satt, sem ég tek enga ábyrgð á, sé ég ekki nema að það verði góð ‘modding’ framtíð fyrir Generals.
Og hver veit að maður sjái ekki modified Íslenska útgáfu af Angry mob?
Menn í lopa peysum með pitch-forks og 22 calibera rifla á lofti, hótandi öllu íllu. :)
Ég þakka fyrir mig
Jói
FatJoe