Ég hef ekki hugmynd um ef þessi tips hafa birst áður en ég geri mitt besta. Þessi tips hef ég bara fundið út með reynslu.
Fyrir báðar þjóðir:
1. Góður spilari byggir alltaf Service Depot. Ef aðrir ná að eyða aðalstöðinni þinni og Barrack er alls ekki neitt hægt að gera í því nema þú finnir aðalstöð í kassa en það er ólíklegt. Því að með Service Depot geturðu byggt MCV sem getur breyst í aðra aðalstöð og almost no harm done.
2. Ekki setja Superweapons inn í miðjan beisinn þinn (nema að þess þurfi nauðsynlega) því að allir geta séð ákveðið svæði frá þeim (þótt þú sért með GAP Generator) og gæti það komið upp um hvað þú ert að gera eða áætlar að gera.
3. Settu varnir utan um Tech buildings svo þú tapir þeim ekki. Til dæmis mun Tech Oil Derrick borga sig upp fljótlega svo það er þess virði.
4. Ef Terror Drone fer í eitt tækjanna þinni og það er ekki tími til þess að setja það í Service Depot, skipaðu tækinu til þess að fara aðeins frá félögum þínum (ef það er ásamt öðrum tækjum), þegar það er búið að eyða honum, reynir það að fara í annað tækjanna þinna, en án árangurs því að þú getur skotið það í tætlur áður en það kemst að þér. Ef það er rétt hjá beisnum þínum (en utan range), flyttu tækið nær vörnunum svo þau geti eytt Drónunum.
5. Gott start! Byggðu þessar byggingar eftir þeirri röð sem ég nefni þær. Orkuver, Barrack, Ore Refinery, War Factory. Síðan byggurðu eins marga Ore trucka og þú heldur að Ore Magnið er í mappinu (fer eftir mati). Ef það er mikið, græðirðu rosalega á þessu á endanum en ekki setja það mikið að Ore truckarnir þurfa að fara á svæði óvinarins til að ná í Ore. Það er samt í lagi að byggja aðrar byggingar á meðan.
6. Ekki hafa byggingar of þéttar í beisnum þínum (sérstaklega orkuver) því annars getur Weather Storm eða Nuclear missile gert miklu meiri skaða en þarf.
Fyrir Allied:
1. Chronosphere er hægt að nota á óvininn líka. Hægt er að drepa kalla með því bara að reyna að flytja þá, flytja hertæki í sjóinn eða senda nokkur skip í land ef þú lendir í því að ráðist er á þig. Gott að nota á Prism Tanka eða aðra tanka sem hafa drepið allan herinn þinn eða eru fyrir utan range fyrir varnirnar þínar.
2. Weather Storm á helst að nota á orkuver óvinanna (nema Nuclear Reactor þar sem hann eyðist ekki vegna stormsins). Ekki reyna að nota Weather Storm á önnur Superweapon þar byggingar þeirra séu of sterkar, nema þegar þú ert tilbúinn með herlið sem getur tekið byggingarnar með nokkrum skotum eða þær eru nú þegar skaddaðar.
3. IFV bíl með engineer er hægt að nota til þess að laga bíla félaga þinni sem eru í sama liði. Virkar vel ef hann getur það ekki vegna þess að hann á ekki pening eða hann er Soviet.
4. Reyndu að byggja Spy Satellite Uplink eins fljótt og þú getur. Þú færð allt mappið með þeim og það er góður kostur. Virkar samt ekki á svæði þar sem GAP Generatorar eru.
Fyrir Soviet:
1. Iron Curtain má líka nota á byggingar ef þú ert í vandræðum því að óvinurinn er líka að nota Iron Curtain á tankana sína eða er að koma með risa árás.
2. Ekki byggja Nuclear Reactor nálægt viðkvæmum byggingum. Ef hann eyðist, getur hann eytt hinum með. Í það minnsta skaðar hann þær verulega eftir fjarlægð.
3. Ef þú hefur byggt Nuclear Reactor, þá ætti að vera óhætt að selja Tesla Reactorana nema einn því þeir eyða bara plássi. Þegar ég minntist á að selja alla nema einn Tesla Reactor er því þú verður að hafa allavega einn Tesla Reactor ef þú tapar Ore Refinery eða Barrack og ætlar að byggja annað í staðinn.
4. Ef þú lendir í að spies eru að reyna að komast í beisinn þinn, byggðu þá Psychic Sensor í beisinn. Hann detectar spies og varnirnar þínar eyða honum. ATH! Hann eyðir þeim bara ef þeir eru í range. Ef þú hefur stóran beis, er ráðlegt að hafa marga. Hann getur líka sensað hvert allir unitar í mappinu eru að fara svo fremur að þeir séu að fara í beisinn þinn.
5. Til að spara pláss geturðu notað þessa byrjun.
Tesla Reactor, Barrack, Ore Refinery, Battle Labs, Nuclear Reactor. Eftir að þú ert búinn að byggja Battle Labs, verður smá Power-leysi, en Nuclear Reactor leysir það vandamál og það er fljótt að byggjast.