Í fyrri hálfleik var allt ágætt, hefðum þurft nokkur mörk í viðbót, Róbert sýndi snilldar leik, Birkir varði ágætlega en þá var líka vörnin betri. Það er fátt um þann fyrri að segja annað en að brottvísanirnar voru ögn of margar svo ekki sé talað um klikk í vítum.
Það er að duga eða að drepast og jesús minn hvað ég hugsaði það margoft í seinni hálfleik að þarna værum við að drepast (við byrjuðum á því þegar 5 min voru búnar af seinni hálfleik), þreytan var algerlega að gera okkur lífið leitt og það var mikið líf að færast í leik Norðmanna. Að stöðva Strand reyndist algerlega ógerleg (þó svo að mér sýndist tilraunir til þess ekki vera miklar) svo ekki sé talað um varnarleikinn hjá Birki. Það var bara ekkert að ganga hjá okkur. Og aumingja strákarnir fengu Norðmenn í stuð. Bjartur punktur í leik seinni hálfleiksins var leikur Snorra og Guðjóns sem komu með mörk á mikilvægum augnablikum, en það var ekki nógu bjartur leikur að hann næði að koma lífi í leik Íslands. Dómararnir voru líka að gera okkur lífið leitt, með algerlega ömurlegum dómum. En hver er ég að dæma um það?
Síðustu 5 mínúturnar var það aðeins vörnin sem þurfti virkilega að standa sig, Birkir tók lítið sem ekkert og vörnin var bókstaflega ekki að standa sig, Norðmenn skoruðu í hverri sókn og voru þar að auki að verja feikivel. Ísland var búið að tapa.
Eins og Viggó þjálfari landliðsins sagði dómgæslan var bara als ekki góð “þetta eru bara gangster”.
Það að Strand hafi skorað 19 mörk í þessum leik er mér algerlega óskiljanlegt, afhverju fórum við ekki í það að stöðva þann mann? Það var einmitt vörnin sem klikkaði.
Ætli pressan hafi ekki verið of mikil? Þar sem við áttum augljóslega að vinna leikinn í gær, það að sjálfsögðu hefur sín áhrif, og strákarnir uppgefnir eftir stórkostlegan leik við Rússa og erfiðan leik við Króata.
Við getum spurt okkur endalausar spurningar um ástæðu fyrir tapi gegn Noregi en eitt er víst, okkar eini sjens í langan tíma til að geta eitthvað í stórmóti klikkaði við leik sem landsmenn bjuggust ekki við að yrði erfiður. En eins og þeir sem horfðu á leik Noregs og Danmerkur í gær, það skal sko ekki vanmeta Norðmennina. Þegar strákarnir urðu virkilega miður sín, þegar ég sá myndina af Óla og Fúsa faðmast áttaði ég mig á því:
Úti er ævintýri.
__________________________________