Miðjumaðurinn knái Luis Figo hefur tilkinnt það að hann hyggst hætta að spila með portúgalska landsliðinu eftir EM í Portúgal næsta sumar.
“Ég ætla mér að hætta að spila með landsliðinu eftir Evrópumeistaramótið,” sagði Figo í viðtali við íþróttasjónvarpsstöðina SPORTTV.
Figo, sem að verður 31 ára í næsta mánuði, var valinn “FIFA player of the year 2001” er eins og stendur samningsbundinn við Real Madrid út árið 2006 og hefur hann neitað að greina frá því hvað hann hyggst gera hvað varðar félagslið, en hann hefur tilkinnt það að hann dreymi um að spila á Englandi.
Figo hefur neitað að gefa skýringu á þessari ákvörðun sinni.
Eftir: jeffers