Dick Advocaat landsliðsþjálfari Hollendinga tilkynnti það um daginn að Patrick Kluivert myndi spila í umspilinu um laust sæti á EM sem haldið verður í Portúgal sumarið 2004. En þetta eru kannski ekki stórtíðindi nema að sá sem blæðir fyrir það er framherji Manchester United, Ruud van Nistelrooy.
Advocaat er á því máli að þessir tveir, Kluivert og Nistelrooy, nái ekki nógu vel saman og að Kluivert ætti miklu meira skilið að vera í liðinu en Nistelrooy. En þetta kom mörgum á óvart því að Ruud van Nistelrooy er talinn einn besti fótboltamaður heims um þessar mundir, og er nokkuð víst að hann mun skilja stórt skarð eftir sig.
-innskot frá fréttaritara:
mér persónulega finnst að Makaay og Nistelrooy eigi að vera frammi.