Eins og fram hefur komið auglýsti ég eftir fréttaritara hérna, og Rapparinn sendi mér skilaboð. Þetta er prufufréttin hans, en allir sem senda inn umsókn fara á svona “trial”.
Þetta er frumraun hans.
——————————-
Tyrkneski landsliðsmaðurinn og leikmaður Blackburn í ensku úrlvalsdeildinni Tugay lofar því að tyrkir komist á EM en þeir höfnuðu í öðru sæti 7. riðils eftir jafntefli á móti Englendingum þar sem Englendingar fengu víti en voru það óheppnir að fyrirliði þeirra, David Beckham, rann þegar hann var að fara taka spyrnuna og sparkaði knettinum 10 metra yfir marki. Tugay segir að tyrkir hafi fengið marga sona leiki og þeir munu sigra þennan. Hann sagði líka: “Við vorum nokkuð taugaóstyrkir fyrir leikinn í gær og það á ekki að gerast í landsleikjum. Ég tel að þetta hafi verið versti leikur okkar í riðlinum” Enn er óvíst móti kverjum tyrkir keppa í umspilinu en þau lið sem koma til greina eru: Spánn, Holland, Skotland, Noregur, Lettland, Króatía, Wales, Slóvenía og Rússland. Annars var staðan í 7. riðli eftirfarandi:
1. England 20 stig
2. Tyrkland 19 stig
3. Slóvakía 10 Stig
4. Mekadonia 6 stig
5. Liechtenstein 1 stig
Eins og þið sjáið eru þetta töluverðir yfirburðir hjá þessum tvemur þjóðum.