Englendingar tryggðu sér farseðil á EM 2004 í Portúgal með 0-0 jafntefli við Tyrki í kvöld. Fyrir leikinn var vitað að lið Englendingar þyrftu aðeins eitt stig til að sigra riðilinn og tryggja sér þáttökurétt í úrslitakeppni EM næsta sumar.
Fyrirliði enska liðsins sem og leikmaður Real Madrid, David Beckham, fékk gullið tækifæri til að koma Englendingum yfir þegar dómari leiksins Pierluigi Collina dæmdi vítaspyrnu þeim í hag. Tók Beckham spyrnuna, en missti jafnvægið á leið sinni að boltanum, sem flaug svo hátt yfir markið. Hinn tyrkneski varnarmaður Aston Villa, Alpay, lenti þó í einhverjum útistöðum við David og átti víst að hafa farið ófögrum orðum um móður hans í leikhléinu.
Í lið þeirra ensku vantaði þó tvo lykilmenn, en það voru þeir Rio Ferdinand og Michael Owen. Rio mætti ekki í lyfjapróf sem frægt er orðið og fékk því ekki að leika með. Sven Göran ákvað að hvíla Owen vegna þeirra meiðsla sem hafa verið að hrjá hann undanfarna viku en kappinn meiddist í leik með Liverpool seinustu helgi. Sár hans voru þó ekki alvarleg og er hann á hröðum batavegi.
Heimildir: <a href="http://www.teamtalk.com">Teamtalk.com</a