Núna eru ca. tveir tímar í það að flautað verður til leiks í Hamborg, þar sem Íslenska landsliðið með Eið Smára fremstan í fararbroddi mætir því Þýska með myndarlegasta markvörð dagsins í dag, Oliver Kahn.
Ég vil með þessum póst nota tækifærið og minna alla á að horfa á leikinn, senda strauma til liðsins og að tippa á úrslit leiksins í greininni minni sem ég sendi inn!
Þess má til gamans geta að við hérna á hugi.is/hm munum vera með ítarlega leikjaumfjöllun eftir leikinn, myndir úr leiknum o.fl..
Og svo erum við að leita af áhugasömum fréttariturum á þennan kubb, ef þú hefur áhuga.. sendið mér skilaboð. Þeir sem skrifa inn á þennan kubb eru:
yngvi
Glaciers
DrEvil
Takk fyrir og áfram ÍSLAND!
Kveðja,
yngvi