Þar sem leikurinn út í Hamburg verður einn mikilvægasti leikur í Íslenskri knattspyrnusögu ætla ég að hafa miklar umfjallanir um þennan leik. Landsliðshópurinn sem Rudi Völler, landsliðseinvaldur Þjóðverja valdi, lítur svona út:

Markmenn:
- Oliver Kahn (Bayern Munich)
- Jens Lehmann (Arsenal)

Varnarmenn:
- Arne Friedrich (Hertha Berlin)
- Frank Baumann (Werder Bremen)
- Michael Hartmann (Hertha Berlin)
- Marko Rehmer (Hertha Berlin)
- Andreas Hinkel (Stuttgart)
- Christian Worns (Borussia Dortmund)

Miðjumenn:
- Michael Ballack (Bayern Munich)
- Fabian Ernst (Werder Bremen)
- Sebastian Kehl (Borussia Dortmund)
- Christian Rahn (Hamburg SV)
- Carsten Ramelow (Bayer Leverkusen)
- Bernd Schneider (Bayer Leverkusen)

Sóknarmenn:
- Fredi Bobic (Hertha Berlin)
- Miroslav Klose (Kaiserslautern)
- Kevin Kuranyi (Stuttgart)
- Oliver Neuville (Bayer Leverkusen)

Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson, landsliðsþjálfarar eiga eftir að tilkynna Íslenska hópinn en talið er víst að Ríkharður Daðason sé í hópnum. Við segjum að sjálfsögðu frá því þegar hópurinn verður tilkynntur.