Nú rétt áðan laukl leik Englands og Argentínu, hann var sögulegur fyrir það leiti að England vann Argentínu á HM í fyrsta skipti síðan 1966. Leikurinn byrjaðu rólega og fyrsta almennilega færið átti Owen sem að skaut í stöng, rétt á eftir átti Batistuta hættulegan skalla Svo meiddist Owen Hargreaves og inná kom Trevor Sinclair og kom hann á óvart og spilaði mjög vel. Síðan undir lok hálfleiksins tók Owen eina rispu og fékk víti eftir brot Pochettino. Úr vítinu skoraði David Beckham.Seinni hálfleikur var mun fjörugri og byrjuðu Englendingar hann betur og komust Owen og Beckham í gegn en klúðruðu báðir sínum færum. Eftir það byrjuðu Argentínumenn að sækja og var það frábærri vörn Englendinga að þakka að Argentína myndi ekki skora. Sérstaklega spiluðu Mills og Ferdinand vel. Þessi leikur var ekki beint grófur en það voru dæmdar margar aukaspyrnur. Að mínu mati áttu Englendingar skilið að sigra og maður leiksins var að mínu mati Michael Owen.



kv. Finisboy