Maður rekst stundum á ansi nákvæmar reglur. Ætli dómarar þurfi sérstaklega að lesa þessar? (sorry tha, tekið af kasmír síðunni hans)

14. Grein - Vítaspyrna

Mark má skora rakleitt úr vítaspyrnu.

Knötturinn skal látinn vera á vítamerkinu

Markvörðurinn skal snúa að spyrnandanum og vera á eigin marklínu, milli marksúlna, þar til knettinum hefur verið spyrnt.

Dómarinn ákveður hvenar vítaspyrnu er lokið!!

leikmaðurinn sem tekur vítaspyrnuna skal spyrna knettinum fram á við

10. Grein - Hvernig mark er skorað !!

Mark er skorað, þegar allur knötturinn fer yfir mark­línuna, milli markstanga og undir markslá, að því tilskildu að liðið sem skoraði markið hafi ekki áður brotið knattspyrnulögin.

Það lið sem skorar fleiri mörk í leik telst vera sigurvegari. Skori bæði lið jafn mörg mörk eða ef ekkert mark er skorað, eru úrslit leiksins jafntefli.

2. Grein - Knötturinn

Knötturinn er:

hnöttóttur

gerður úr leðri eða öðru hentugu efni

17. Grein - Hornspyrna

Hornspyrna er aðferð til að hefja leik að nýju.

Hornspyrna er dæmd: þegar allur knötturinn fer yfir marklínuna, hvort heldur með jörðu eða á lofti, eftir að hafa síðast snert leikmann liðsins sem er til varnar og mark hefur ekki verið skorað í samræmi við 10. grein

Skora má mark rakleitt úr hornspyrnu, en eingöngu í mark mótherjanna !!!

leikmaður liðsins sem sækir skal spyrna knettinum

7. Grein - Leiktíminn

Leikurinn stendur yfir í tvo jafna 45 mínútna hálfleiki, nema gagnkvæmt samkomulag sé um annað milli dómarans og beggja liðanna sem taka þátt. Samkomulag um að breyta hálfleikjunum (t.d. að stytta hvorn um sig í 40 mínútur vegna slæmra birtu­skil­yrða) verður að gera áður en leikur hefst og verður að vera í samræmi við móta­reglur.

Leikmenn eiga rétt á leikhléi, þegar leikur er hálfnaður(Er það?). <br><br><hr><p align=“right”>
<i>
Vits er þörf
þeim er víða ratar;
dælt er heima hvað.
Að augabragði verður
sá er ekki kann
og með snotrum situr.
<br>Hávamál</i>
<a href="http://kasmir.hugi.is/hvurslags“><img src=”http://www.simnet.is/hringur/hugi/logo.jpg"></a></p