Jæja, þá er HM í Þýskalandi lokið og heimamenn stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins.
Úrslitaleikurinn var ágætur áhorfs og spennandi um miðbik seinni hálfleiks, þegar Pólverjar áttu mjög góða rispu og náðu að vinna upp 7 marka forskot Þjóðverja og voru einu marki undir þegar best lét, 22-21.
Þjóðverjar náðu þó að halda sínu og unnu á endanum 29-24 og urðu með því heimsmeistarar.

Danir náðu svo þriðja sætinu eftir leik gegn Frökkum.

Það voru því nágrannaþjóðir í 4 efstu sætunum, með Þýskaland sem tengir alla saman (kannski við hæfi fyrst Þýskaland hélt mótið?).

Framkvæmd keppninnar var til sóma, flottar hallir og bíður næsta gestgjafa mikið verk að toppa þýsku leiðina, ef svo má segja.
Kveðja,