Ísland mætir Danmörku
Danir verða mótherjar Íslands í 8-liða úrslitum heimsmeistaramótsins í handknattleik. Sigurliðið úr þeirri viðureign mætir annaðhvort Póllandi eða Rússlandi í undanúrslitum.
Þau lið sem mætast í 8-liða úrslitum eru:
Frakkland - Króatía
Pólland - Rússland
Þýskaland - Spánn
Danmörk - Ísland
Sigurliðið úr viðureign Íslands og Danmerkur mætir í undanúrslitum sigurliðinu úr viðureign Póllands og Rússlands. Þessi leikir fara fram í Hamborg og undanúrslitaleikir þessara liða fara einnig fram í Hamborg.
Þau fjögur lið sem fyrir HM voru talin sterkust og líklegust til afreka leika í 8-liða úrslitum í Köln. Heimsmeistaralið Spánverja leikur gegn gestgjöfum Þjóðverja. Ólympíumeistaralið Króatíu og Evrópumeistaralið Frakka eigast við Köln. Sigurliðin úr þessum leikjum eigast síðan við í undanúrslitum keppninnar.