Það verður mjög líklega hörkuleikur við Pólverjana á morgun. Ekki gleyma því að þeir unnu sterkt lið Þjóðverja á heimavelli í undanriðlinum. Við megum ekki gangað að neinu vísu, því þá er voðinn vís!
Það er von á skemmtilegum leik á morgun og vonandi verða úrslitin okkur í hag!
Ég var að tala við einn þjóðverja eða frekkar svona nokkra, þeir segja að það sé ekki séns að þjóðverjarnir geti gert eitthvað og vissu það fyrir mót, enda sögðu þeir að það hafi vantað 6 lykilmenn, þannig að ég tel okkur eiga semi léttan leik fyrir höndum, 34-29
Það skal þó varast að vanmeta mótherjana. Þó svo að Pólverjarnir hafi tapað í dag fyrir Frökkum 31-22, má þó ekki ganga að því sem vísu að leikurinn hjá okkur á morgun verði auðveldur. Pólverjar voru til að mynda yfir í hálfleik 12-11.
En með spilamennsku eins og á móti Túnis í dag og á móti Frökkum á sunnudag er hægt að ná langt. Pólverjar koma líklega einbeittir til leiks á morgun eftir tapið í dag og má búast við skemmtilegum leik á morgun.
já við sáum það bara gegn Úkraínu að það þýðir ekkert að vanmeta andstæðingana. við verðum að spila alltaf eins og við séum að spila við heimsmeistara!!
Alls ekki vanmeta Pólverjana.. Þeir geta ýmislegt svo við ættum að vera hræddir við þá en koma samt sem áður mjög sterkir inn eins og við gerðum á móti Frökkum og í seinni hálfleik á móti Túnis.. Það er mjög mikilvægt að vinna leikinn í dag og þá erum við í ágætis stöðu um að komast í 8 liða úrslit :) Ég hef trú á þeim eftir að hafa séð þá spila seinustu 2 leiki.. En leikurinn í kvöld verður líka að vera eins góður og hinir leikirnir ef ekki betri… Spái 30-29 fyrir Íslandi
Hugi notar vefkökur til að bæta notendaupplifun á vefsíðunni og greina umferð um hana.
Einnig hefur Hugi uppfært persónuverndarstefnu sína. Skoðaðu stefnuna hér..