Ég hef verið að velta því fyrir mér undanfarna daga hvort áhugi væri fyrir því að hafa auðveldara aðgengi að úrslitum úr undankeppni EM 2008.
Vissulega er hægt að finna allar upplýsingar á heimasíðu UEFA, þar sem sér síða er um undankeppni EM, sjá hér.
Ég er ekki endilega að tala um ýtarlegar umfjallanir um hverja viðureign, heldur finnst mér vanta að geta komið inn á /hm og skoðað hvaða lið eru í hverjum riðli og jafnvel séð úrslit og stöðu fram til þessa, á íslensku.
Þannig að ég vil kanna áhuga þeirra sem kíkja inn á /hm varðandi virkari umfjöllun um undankeppni EM.
Eins langar mig að vita á hvaða formi Hugurum þætti best að hafa þetta.
Mér hefur dottið í hug að hægt sé að senda inn riðlaskiptinguna í grein og hægt væri að koma með úrslit úr hverri umferð, jafnvel með stöðu í hverjum riðli svo inn á korkana.
Endilega látið vita hvernig þið mynduð vilja sá þetta, ef áhuginn er fyrir hendi.
Kveðja,