Haha.. kallar Norður-Írland gott lið en Danmörku ekki.
Svíarnir eru þokkalega sterkir.. Danirnir líka (kannski situr Evrópumótið ‘92 bara svona fast í mér).. einhver sagði að Spánverjar væru með í þessum riðli og Liectenstein, hugsa út frá því að svo sé, þótt ég hafi ekkert meira séð um það..
Liectenstein eigum við að bursta, gerum við það ekki erum við gjörsamlega búin að kúka á okkur
Norður-Íra höfum við tekið áður, og ég hef alveg trú á því að við gerum það aftur, en þeir leikir geta farið á hvorn veginn sem er..
Spánverjarnir hirða líklegast öll stigin af okkur, þótt Íslendingar hafi alveg átt það til að standa í stórþjóðum hér heima, sbr. Frakkana ’98 og Ítali 2004..
Lettana held ég að við eigum allavega að geta tekið hér heima, ananrs veit maður aldrei með þessi litlu Sovíetlýðveldi, við vorum að valta yfir þessi lið fyrir svona 10 árum síðan, en mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan þá.. ég man eftir 4-0 sigri á Eistum fyrir ekki svo mörgum árum síðan, gott ef Þorvaldur Örlygsson skoraði ekki öll mörkin okkar, en Eistarnir voru eitthvað illa græjaðir, því þeir stóðu ekki í lappirnar á rennvotum Laugardalsvellinum..
Danir og Svíar eiga á pappírunum að geta valtað yfir okkur, en Íslendingar hafa alveg staðið í þeim áður..
Ég býst samt fastlega við því að Spánverjar fari áfram og Danir og Svíar berjist um annað og þriðja sætið. Íslendingar, Norður-Írar og Lettar verða með svipaða stigatölu í næstu sætum á eftir og Liectenstein með sárafá (ef einhver) stig á botninum.
Það kemur okkur líka ágætlega að það er ekkert lið frá Kákasuslýðveldunum eða einhversstaðar þarna lengst suðurfrá þar sem okkar menn eiga ekki eftir að geta spilað vegna hita og tapa af þeim sökum fyrir mikið lakara liði.. en ég er ekki að búast við því að það komi neitt á óvart í þessari undankeppni..