Jæja, þá var Lukas Podolski (framherji Þýska Landsliðsins í ár) að næla sér í þessi eftirsóttu verðlaun, en hann hefur nú verið valinn best Ungi Leikmaður Heimsmeistara Keppninnar árið 2006.
Óska ég honum að sjálfsögðu til hamingju.
Sex leikmenn voru tilnefndir og áttu möguleika á að vinna þessi verðlaun. Þeir voru:
Cristiano Ronaldo (Portúgal)
Luis Valencia (Ecuador)
Lionel Messi (Argentína)
Lukas Podolski (Þýskaland)
Tranquilo Barnetta (Sviss)
Cesc Fabregas (Spánn)
Lukas Podolski endaði þó sem sigurvegari.
Jææja, hvað finnst ykkur? Hver hefði átt að vinna?
Persónulega er ég sáttur með þetta. Margir eru kannski á þeirri skoðun að Messi hefði átt að sigra hér en hann spilaði ekki það mikið á mótinu og þrátt fyrir að standa sig vel þá var Podolski alveg frábær. Valencia var líka flottur en Ekvador komust ekki það langt þannig að okkur gafst ekki færi á að sjá meira af honum.