Brasilíski framherjinn Ronaldo var fluttur á sjúkrahús í gærkvöld vegna höfuðverks og svima. Ekkert óeðlilegt kom fram við skoðun lækna á sjúkrahúsinu, sem endursendu kappann á hótel Brasilíumanna í nótt.
Sparkspekingar vænta þess, að hann æfi með félögum sínum í dag. Ronaldo sem ekki náði sér á strik í fyrsta leik Brassana gegn Króatíu en mun hann eflaust fá annað tækifæri og hafa leikmenn liðsins eins og Kaka og Gilberto hafa gefið út stuðningsyfirlýsingu og segja Ronaldo afar mikilvægan fyrir liðið og án hans verði erfitt að verja heimsmeistaratitilinn.
Ronaldo, sem var markahæstur á HM fyrir 4 árum, var ekki í essinu sínu í leik Brasilíumanna og Króata í fyrradag og var skipt út í leiknum.
(tekið af www.gras.is)