Þarf ég að segja meira en titillinn gefur til kynna?
Að horfa á varnaleik Pólverja í þessum leik var eins og að horfa á Ronaldinho spila á góðum degi. Rosalega góður.
Stjörnunar Ballack, Sweinsteiger og ungstirðnið Podolski sýndu hver þeir eru megnugir og gátu ekki neitt. Mertesacker og Metzelder stóðu fyrir sínu, svosem Lahm líka, og Klose reyndi en allir hinir voru bara slappir. Þó að Odonkor og Neuville gerðu markið þá voru þeir ekkert spes heldur, ég meina hver gat ekki séð fyrir hvað Odonkor var að reyna á kantinum.

Svekkjandi þetta rauða spjald og svekkjandi fyrir Pólverja. Það er eitthvað í blóðinu á þeim að þegar Þýskaland og Pólland fara að keppa í einhverju þá enda Pólverjar alltaf illa í því:/

Ef Þýskaland vinnur HM þá verður það með svipað ömurlegum hætti og þegar Grikkir unnu EM. Segi ekki meir…
“There's no such thing as stupid questions, just stupid people.”