Ég er með gerfihnattadisk, og sé á honum margar góðar erlendar stöðvar, og meðal þeirra sem að auglýsa að sýni HM er BBC, og mun ég horfa á HM á þeirri ágætu stöð(þ.e. ef að vinnan mín drepur mig ekki fyrst).
ath. Ég veit að SÝN er með einkarétt á að sýna frá HM í sumar, en ég bý á stað þar sem að SÝN næst ekki. Ég veit mjög vel hvernig þessi útsendingarréttur virkar, og ég veit mjög vel að SÝN, sem eini aðili sem hefur rétt til þess að senda út og sýna HM auðvitað vilji ekki að fólk horfi á þessa keppni á öðrum stöðvum og ég skil þá mjög vel. Ég myndi glaður borga fyrir SÝN og horfa á keppnina á þeirri ágætu stöð, en þar sem að SÝN hefur ekki útsendingu hér, þá tel ég, að SÝN hafi nákvæmlega engan rétt á að segja mér á hvað ég má horfa og hvað ekki.