Ég skal svara því sjálfur. Ég er nú ýmsu vanur úr útsendingum RÚV í gegnum
tíiðina, en verð samt að viðurkenna að ég var ansi hissa þegar þeir skelltu á
fréttayfirliti í miðjum leik. Þetta er eitthvað svo mikill óþarfi fyrir utan hversu
taktlaust þetta er að mig langar mest að öskra. Mig skortir orð af hneykslan yfir
þessari furðulegu ráðstöfun. Þeir sem verða að fá fréttir geta bara fengið þær
annarsstaðar og ef það er svona mikilvægt að fréttastofan komist að getur RÚV þá
ekki bara leyft öðrum að sinna því almennilega að sýna frá keppninni?
Að öðru leyti var þetta svo sem í lagi hjá þeim og ég var bara í góðum fíling þegar
þessu helvítis fréttayfirliti var skellt á. Það versta er að svona verður þetta víst út
alla keppnina.
Hvað finnst ykkur um þetta, er þetta kannski bara allt í lagi?