Eins og flestir sem horfðu á leikinn á Laugardaginn þá sást greinilega að dómarinn sem var frá Rússlandi var ekki með réttu ráði. Í allnokkur skipti dæmdi hann alveg fáránlega dóma sem “meikuðu” ekkert “sens”. Í nokkur skipti hunsaði hann líka aðstoðardómarann sem bara má ekki! Eins og flestir muna líka sem sáu leikinn dæmdi hann markið af sem við skoruðum í seinni hálfleik. Þetta mark fannst mér alveg réttlætanlegt og ég skil nú bara ekki hvað hann var að hugsa. Talað var um það í fréttum að þýska landsliðið og þýsku áhorfendurnir væru mjög hreinskilnir í fótbolta og mótmæla eða púa ef eitthvað er brotið en þegar Íslendingar skoruðu mótmælti enginn! Og það var púað þegar markið var dæmt af.
En þá spyr ég. Finnst ykkur að KSÍ ættu að kæra dómgæsluna? Ég styð KSÍ 100% ef þeir ákveða að kæra
"Choose a job you love, and you will never have to work a day in your life." -Confucius