Litháen komst yfir ísland í riðlinum þegar þeir gerðu jafntefli á móti þjóðverjum í Þýskalandi. Á undan leiknum töpuðu íslendingar á móti skotum á Hampden Park í Glasgow 2-1. Kenny Miller kom skotum yfir í fyrri hálfleik og þannig var staðan í hálfleik. Eiður Smári Guðjonssen jafnaði fyrir íslenska landsliðið eftir stungusendingu Jóhannesar Karls Guðjónssonar. Skotar tryggðu sér síðan þrjú stig með skallamarki eftir aukaspyrnu. Staðan í riðlinum er þannig að Skotar og Þjóðverjar hafa 7 stig. Litháar hafa 4 , Ísland 3 og Færeyjar 1.