Sammála fjella.
Íþróttalýsendur virðast ekki gera sér nógu oft grein fyrir því að dómarar geta líka átt sína slæmu daga, rétt eins og leikmennirnir. Það er ekki hægt að ætlast til þess að dómari geti dæmt marga leiki í röð og allt án svo mikið sem einnar villu. Dómari gerir jafn margar villur í leik og hver venjulegur leikmaður.
Að kenna einum leikmanni um úrslit leiks, dómaranum eða öðrum aðstoðardómaranum er út í hött!!! Knattspyrnuviðureign er leikin af 22 leikmönnum, 11 í hvoru liði. Síðan kemur dómari með 2 aðstoðardómara sér við hlið og 4. dómara í efri deildum og landsleikjum og saman mynda dómarar og leikmenn eina heild og þannig getur leikurinn farið fram svo sómi sé af.
Það hvernig leikmaður stendur sig er undir honum sjálfum komið, fái hann spjald hjá dómaranum er það leikaranum að kenna, ekki dómaranum. Þar að auki er dómarinn með 2 aðstoðarmenn sér við hlið til að passa upp á það að hann spjaldi ekki vitlausan leikmann.
Íþróttalýsendur þurfa að vera hlutlausir, rétt eins og dómarinn, en mega þó leyfa sér að dást að töktum leikmanna.
Þar að auki vita fáir lýsendur muninn á útsparki og markspyrnu. Markspyrna er þegar boltinn hefur farið aftur fyrir marklínu (þó ekki í markið) og boltanum er spyrnt út úr markteig. Útspark er þegar markmaður hefur handsamað boltann í teig og spyrnir honum út.