Ég var ekki sammála greininni hér á undan og ætla því að skrifa aðra. Mér fannst Brassarnir standa sig lang best því að þeir töpuðu ekki leik í allri úrslitakeppninni! Mér fannst Ronaldo ekkert ver besti maður keppninnar þó að hann hafi skorað flest mörk. Bestu menn Brasilíu voru að mínu mati Marcos, Ronaldinho, Ronaldo og Denilson ( Rivaldo væri þarna líka ef að hann hefði ekki verið með svona mikinn leikaraskap á móti Tyrkjum hann þurfti ekki að leika eitt né neitt til að fá leikmanninn útaf því það var einfaldlega nóg að hann sparkaði boltanum í hann ). Ronaldinho var frábær og það var einmitt hann sem var að búa til mörg færi fyrir Ronaldo í keppninni, en Ronaldinho lagði ekki bara um mörk heldur skoraði hann nokkur sjálfur. Mér fannst úrslitaleikurinn vera jafn og spennandi framan af, en þá voru Þjóðverjar meira með boltann en Brasilíumenn óðu í færum og voru óheppnir að hafa ekki skorað tvö í fyrrihálf leik. Fyrra markið sem Ronaldo skoraði var ekki flot, það voru bara mistök hjá Kahn sem urðu til þess að að Ronaldo skoraði eftir að Rivaldo hafði skotið, sem mér fannst mjög eigingjörn ákvörðun. Seinna markið kom upp úr góð spila þar sem Rivaldo hljóp yfir boltann, Ronaldo lagði hann fyrir sig og setti hann í blá hornið. Eftir það var leikurinn ekkert spennandi því að úrslitin voru nánast ráðin.
Kv, bsk17
;o)