Úrslitaleikurinn var stórkostlegur. Ronaldo hetja Brasilíu
manna með 2 mörk og jafnaði þar með met Pelé en hann
(Pelé) skoraði 12 mörk á HM ferli sínum. Þeta er í fimmta sinn
sem Brassar verða heimsmeistarar en síðst fyrir 8 árum
(1994) þegar keppnin var haldin í Bandaríkujnum. Þá var
Romario aðal karlinn í Brasilíska liðinu enda var hann fyrirliði.
Í síðustu heimsmeistarakeppni töpuðu Brasilíu-menn
úrslitaleiknum 3-0 fyrir Frökkum í sögulegum leik. Úrslitin í ár
eru að mínu mati ósanngjörn vegna þess að Brassarnir átu
ekkert meira en Þjóðverjar í leiknum. Markið sem komu eftir
hræðileg mistök Þjóðverja var gegn gangi leiksins en því
miður slökti það á þeim og þegar annað markið kom var þetta
búið. Fyrri hálfleikur var allur Þjóðverjum í hag nema þessi
örfáu færi sem Brassarnir fengu í lokin. Allt leit út fyrir að
Þjðóðverjar tæku völdin aftur í síðari hálfleik sem og gerðist
en eins og ég seigi voru þessi tilgangslausu mistök dýrkeypt.
Að mínum dómi er Ronaldo maður keppninar og hann er einn
snjallasti leikmaður sem uppi hefur verið. Töframaður með
knöttinn, snöggur, skotfastu og allt það. Hann er Pelé
tuttugustu aldarinnar og hann sannaði það svo sannarlega í
dag (þrátt fyrir heppni er hann góður)!
Til hamingju Brasilía!!!
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)