Nú ert þú búinn að æsa mig upp!!!
“Eruð þið svona fljót að gleyma. Beckham negldi í Simeone og það eru enginn vafi á að þessi brottrekstur sendi England heim.” Þessi setning er fáranleg hjá þér! Afhverju segiru að það sé enginn vafi á því að þessi brottrekstur sendi England heim!? Ef mig minnir rétt þá fór leikurinn Argentína-England á HM 98 í vítaspyrnukeppni og þar voru það held ég David Batty og Paul Ince sem klikkuðu úr vítum, er það David Beckham að kenna? Þegar komið er í vítaspyrnukeppni þá hafa bæði liðin jafnmikla möguleika á að vinna sama hvort þau séu einum færri, því það eru alltaf 5 menn sem fá að taka víti, sama hvort að liðið hafi spilað einum færri frá 60. mínútu! Er það ekki rétt hjá mér? Þú hefur bara fallið sömu gryfju og öll enska þjóðin gerði. Þú þurftir að finna einhvern blóraböggul fyrir því að England hafi dottið út ´98! Afhverju var ekki vítaskyttunum kennt um að þeir hafi dottið út? Af því að það eru allir svo öfundsjúkir út í Beckham fyrir að vera ríkur, frægur og eiga fallega konu. Þú veist ekki einu sinni hvað konurnar heita hjá Batty eða Ince! Það vilja allir setja út á svona mann því þeir öfunda hann!
Síðan spyrðu núna hvort að Beckham sé hetja eða rassapi? Ég myndi segja að hann væri hetja. Ímyndaðu þér pressuna á manninu sem þarf að taka þessa spyrnu, ef hann hefði klikkað hefði hann fengið sömu viðbrögð og hann fékk ´98. Það hefði ekki hver sem er getað tekið þessa spyrnu, sérstaklega ekki litli strákurinn okkar hann owen. Það var gott hjá owen að FISKA þessa spyrnu og hann á kredit skilið fyrir það, en þá finnst mér Beckham alveg eiga skilið smá kredit fyrir að klára hana líka.
Takk fyrir mig.
“When seagulls follow the trawler, it is because they think that sardines will be thrown into the sea.” - Eric Cantona