Þýskaland og Brasilía mætast á Yokohama leikvellinum í Japan á sunnudaginn kl. 20:00 eða kl. 11:00 á GMT (íslenskum tíma). Þjóðverjar unnu Suður-Kóreu í undanúrslitum en það var Michael Ballack sem tryggði Þjóðverjum í úrslitiin með marki á 75. mínutu. Ballack mun vera í banni í úrslitaleiknum og það verður mikill missir fyrir Þjóðverja. Brasilía unnu Tyrki í undanúrslitunum með marki frá Ronaldo sem hann potaði inn á 79. mínutu. Brasilía mun tefla fram sínu sterkasta liði en Ronaldinho er ekki lengur í banni.

Suður-Kórea mætir svo Tyrkjum í leik um þriðja sætið á Daegu, einum heimavalla Suður-Kóreu manna. Leikurinn fer fram á laugardaginn kl. 11 að íslenskum tíma.
Jæja, hvernig fara svo leikirnir ??

Kveðja,
Maggi mp4

– Spá : Þýskaland 1:0 Brasilía (Klose 84')
– Spá : Suður-Kórea 5:4 Tyrkland (e. vítaspyrnukeppni, hakan sükur klúðrar einu víti)