Ég ákvað það í byrjun HM að halda með Englendingum í
keppnini. Sú ákvörðun varð vegna þess að ég sá að Sven
Göran Erikson gat gert ótrúlega hluti með liðið, fyrir utan allar
stjörnurnar í liðinu. Ég varð þó ósáttur við að Gerrard skildi
ekki fara með vegna meiðsla. HM hófst eins og allir vita með
látum þegar Afríkuþjóðin ótrúlega Senegal lagði Frakka af velli
1-0. Englendingar byrjuðu ekki alveg með eins miklum
tilburðum þegar þeir gerðu 1-1 jafntefli við skipulagt lið Svía
en mér fannst leikurinn í heild frekar bragðdaufur og lítið um
fína drætti. Næst var það Argentína sem var víst spáð
einhverjum sætum, 8 liða úrslitum, undanúrslitum. Sumir
fjölmiðlar ytra gengu svo langt að spá þeim sjálfum tittlinum.
En annað kom upp á teninginn og Englendingar sigruðu
Argentínumennina eftirminnilega 1-0 og var David nokkur
Beckham í sviðsljósinu þaðð daginn en hann skoraði þá úr
víti sem Michael Owen nældi í að hætti hússsins, og ég var í
raun svolítið ósáttur við að Beckham skildi vera kallaður hetja
Englendinga í leiknum því að hann var það euðvitað ekkert
þótt hann hefði skorað úr þessu víti og það var nú alveg óðarfi
að eigna sér markið svona. Athugið það að Beckham gat
kannski skorað úr vítinu en hann hef'i ekki getað gert það sem
Owen gerði, prjónað sig fram hjá varnarmönnum Argentínu og
látið síðan sparka sig niður inní teig. En hvað um það,
Englendingar komust áfram opg mættu Dönum og gengu frá
þeim á 45 mínútum, 3-0. Liverpool framlínan virkar vel.
England í 8 liða úrslit og þar verður til snilld sem engin getur
leikið eftir, skorað mark keppninar og verða rekin útaf á tíu
mínútum. Ég tel þetta afrek. Owen skorar gott mark,
Ronaldinho sólar steinrotaða varnarmenn Englands uppúr
skónum og gefur svo pottþétta sendinu á pottþéttan mann
sem hitti boltan pottþétt og skorar, 1-1. Seinni hálfleikur er
þannig að Brassarnir sækja og Englendingar bakka.
Ronaldinho fær að taka auki, Seaman bíst við fyrirgjöf en
verður á í messuni og Ronaldinho skorar mark sem hvorki ég
né aðrir munum gleyma fyrr en við deyjum, ef við gleymum því
þá nokkuð. Eins og lýsendur leiksins komust svo vel að orði,
að fá þessa hugmynd og framhvæma hana er geggjun en í
boltanum þarf smá tækni, spá heppni og smá geggjun (oft
kallað að vera hugmyndaríkur). Allt þetta rúmast í einum
manni, manninum sem tekur við af risunum Rivaldo og
Ronaldo. Það hlýtur að búa heppni í “R”-inu. Ég bið ykkur vel
að lifa og muniði eftir þessum dreng, Ronaldinho. Hann er
maður HM.
Hrafnkell Sigurðsson (Chello)