Góðan dag!! ég hef mest fylgt þessu áhugamáli úr fjarlægð og ekkert sent inn pósta né greinar enn mér fannst ég eiginlega verða að gera það =))

Það bregst ekki að eftir hvern einasta leik þá sé ég ykkur alltaf ALLTAF kvarta undan dómurunum !!! T.d. að ítalar hafi verið sendir heim útaf dómurunum, þeir gátu akkurat ekki neitt á þessu móti og áttu fyllilega skilið að detta út á móti S-Kóreu, sambandi við Spánn-Kóreu get ég ekkert sagt því ég sá ekki leikinn, enn sá strax að það voru allir að grenja útaf dómurunum í þeim leik. Haldiði að það sé létt að dæma leik fyrir framn 60.000-70.000 sem allir halda með einu liði!! Fyrst þeir eru svona ömurlegir af hverju takiði þá bara ekki dómarapróf og dæmið þetta fyrst þeir eru svona ömurlegir??

Persónulega finnst mér S-Kórea eiga skilið að vera komnir þetta langt þeir léku mjög vel í riðlinum og á móti ítölum, og þið vitið alltaf að það kemur alltaf Heimadómgæsla á svona mótum.

Ég veit svosem ekki af hverju ég var að skrifa þetta þið farið væntanlega strax að grenja útaf þessu eftir undanúrslitin eins og venjulega en kommon viljiði ekki hætta þessu —> Eins og ég segi það er ekki létt að dæma á svona mótum og dómararnir reyna sitt besta!!


Reynið að líta framhjá dómgæslunni (þótt hún sé stundum ótrúleg) og skemmtið ykkur við að horfa á HM þetta er náttúrulega hreinasta veisla!!!

Kv. Sindro