Þessi Heimsmeistarakeppni hefur svo sannarlega komið á óvart. Hún byrjaði að koma á óvart þegar Roy Keane var sendur aftur heim til Írlands og þá fór mann svona að gruna að þetta mundi verða dáldið óvenjuleg Heimsmeistarakeppni. Og viti menn, þetta varð dáldið óvenjuleg Heimsmeistarakeppni. Þegar byrjendurnir Senigal lögðu Heims,Evrópu og að mig minnir álfumeistara Frakka í sögulegum leik þá varð allt hreinlega vitlaust. Svo hélt þetta áfram þegar Frakkar og Argentínumenn duttu út. Frakkar náðu ekki einu sinni að skora mark sem er mjög ótrúlegt. Frábær framistaða Íra var hreinast sagt frábær og ef það hefði ekki verið fyrir spænska markvörðinn Iker Casillas þá hefðu Írar komist áfram.Til Svo duttu Ítalir og voru svo sannarlega óánægðir með það. Þeir ráku Kóreumanninn sem að skoraði gullmarkið í leiknum. Sjónvarpsstöðin RAI UNA ætlaði að kæra Fifa fyrir þessa dómgæslu sem að var í leiknum á móti Kóreu. Þeir voru búnir að borga morðfjár fyrir útsendingaréttinn eða 140 milljónir punda þannig að þeir töppuðu mjög á þessu. Bandaríkin eru búin að standa sig mjög vel en duttu út á móti Þjóðverjum. Það má segja að Oliver Kahn hafi unnið þennan leik fyrir Þýskaland. Hann sýndi það í leiknum að hann er besti markmaður í heimi þessa stundina. Ég spái að fleira óvænt eigi eftir að gerast í þessum sex leikjum sem að eftir eru. Senigal á eftir að vinna Tyrki og Kórea á eftir að vinna Spán. Síðan eiga Brassar eftir að vinna Senigal og Þjóðverjar eiga eftir að vinna Kóreu. Senigal mun síðan vinna leikinn um þriðja sætið og Þýskaland á síðan eftir að hampa bikarnum.
En nú ætla ég að vitna í titilinn á greininni. Þótt að ég haldi með Þjóðverjum þá er draumurinn þannig að Senigal og Kórea eiga að mætast í úrslitaleiknum. Ástæðan fyrir þessum draumórum mínum er að þau eiga það fullkomlega skilið. Ég þori hins vegar ekki að spá hvernig sá leikur eigi eftir að fara.
Til gamans má geta að þegar Írar snéru aftur heim til Írlands var þeim tekið sem þjóðhetjum sem að þeir voru svo sannarlega. Fagnaðarlætin voru slík að það mætti halda að Írland hefðu unnið Heimsmeistarakeppnina. Hinsvegar var heimkoma Argentínu og Ítalíu ekki jafn vinaleg. Einhverstaðar heyrði ég að liðin höfðu verið grýtt og púað á þau. Ég veit ekki hvort að það sé mikið til í þessum orðrómum.
Íslenska NFL spjallsíðan